„Erfitt að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2015 13:54 Vísir/Daníel/GVA Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi segja að nú sé svo komið að erfitt sé að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi. Jafnvel sé best að mæla með því að ráða fólki frá því að kæra. Ekki sé hægt að setja fólk í þá stöðu að vera kært fyrir rangar sakagiftir og að þurfa að sanna að nauðgun hafi átt sér stað, eftir að lögreglunni tókst ekki að sanna það. „Það er ekki bara vonlítið að ná fram réttlæti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpafólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásakanir og þurfa þá að sanna það sem lögreglunni tekst oftast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óviðunandi,“ segir á Facebooksíðu Stígamóta. Nú í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í fyrra. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa kynferðismök við sextán ára stúlku gegn vilja hennar.Sjá einnig: Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins þeirra, sagði við DV í morgun að piltarnir íhugi nú að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Þar sagði Sveinn að dómurinn væri blaut tuska í andlitið á dómstóli götunnar og að niðurstaðan væri líka þörf ábending til Stígamóta. „Þetta er lexía fyrir íslenskt samfélag. Þegar svona brot koma upp eiga menn að halda aðeins aftur af sér og treysta lögreglu og dómstólum að klára málin. Þetta er líka þörf ábending til Stígamóta um að sinna sínum fórnarlömbum en ekki kynda undir ófriðarbálið þegar málin eru í upphafi málsmeðferðar.“Nú rignir eldi og brennisteini eins og stundum áður. Það er svo komið að okkur sýnist ekki bara erfitt að mæla með því...Posted by Stígamót on Friday, November 20, 2015 Tengdar fréttir Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Samtökin Stígamót sem berjast gegn kynferðisofbeldi segja að nú sé svo komið að erfitt sé að mæla með því að kæra kynferðisofbeldi. Jafnvel sé best að mæla með því að ráða fólki frá því að kæra. Ekki sé hægt að setja fólk í þá stöðu að vera kært fyrir rangar sakagiftir og að þurfa að sanna að nauðgun hafi átt sér stað, eftir að lögreglunni tókst ekki að sanna það. „Það er ekki bara vonlítið að ná fram réttlæti, heldur á fólk á hættu að vera úthrópað glæpafólk. Það getur átt von á að vera kært fyrir falskar ásakanir og þurfa þá að sanna það sem lögreglunni tekst oftast ekki að sanna, að nauðgun hafi átt sér stað. Í þá stöðu er ekki hægt að setja fólk og það er óviðunandi,“ segir á Facebooksíðu Stígamóta. Nú í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fimm piltar voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í fyrra. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa kynferðismök við sextán ára stúlku gegn vilja hennar.Sjá einnig: Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins þeirra, sagði við DV í morgun að piltarnir íhugi nú að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir. Þar sagði Sveinn að dómurinn væri blaut tuska í andlitið á dómstóli götunnar og að niðurstaðan væri líka þörf ábending til Stígamóta. „Þetta er lexía fyrir íslenskt samfélag. Þegar svona brot koma upp eiga menn að halda aðeins aftur af sér og treysta lögreglu og dómstólum að klára málin. Þetta er líka þörf ábending til Stígamóta um að sinna sínum fórnarlömbum en ekki kynda undir ófriðarbálið þegar málin eru í upphafi málsmeðferðar.“Nú rignir eldi og brennisteini eins og stundum áður. Það er svo komið að okkur sýnist ekki bara erfitt að mæla með því...Posted by Stígamót on Friday, November 20, 2015
Tengdar fréttir Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Sagðist ætla að greina frá nauðgun ef myndbandsupptaka birtist Framburður piltanna fimm sem sýknaðir voru í morgun af ákæru um nauðgun í samkvæmi í Breiðholti var efnislega á sama veg. Ekkert kom fram í málinu sem gefur til kynna að stúlkan hafi ekki verið samþykk eins og segir í dómnum. 20. nóvember 2015 11:42
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15