„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2015 12:00 Lögreglumenn mega skv. lögum ekki blanda sér í vinnudeilur með beinum hætti. Vísir/Pjetur Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00 Verkfall 2016 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00
Verkfall 2016 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira