„Fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 18:27 Fjármálaráðherra segir þyngra en tárum taki að horfa upp á það sem sé að gerast í Bandaríkjunum. Vísir/Ernir „Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45
Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14