Innlent

„Farið varlega, við erum í verkfalli“

Boði Logason skrifar
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hvetja vegfarendur til flauta ef þeir styðja verkfallið.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hvetja vegfarendur til flauta ef þeir styðja verkfallið.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa nú á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þar sem þeir halda á skiltum. Á þeim stendur meðal annars „Farið varlega við erum í verkfalli" og „Flautið fyrir slökkviliðið".

Þeir bílar sem keyra um gatnamótin ýta fast á flautuna svo hávaðinn heyrist víða um hverfið. Eins og kunnugt er fóru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í verkfall klukkan átta í morgun.

Blaðamaður fór á staðinn og ræddi við slökkviliðs- og sjúkraflutningamann. „Við ætlum að vera hérna til að minnsta kosti tvö," sagði hann.












Tengdar fréttir

Himinn og haf skilur að slökkviliðsmenn og vinnuveitendur

Himinn og haf skilur að kröfur slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og það sem sveitarfélögin eru tilbúin að bjóða þeim, en verkfallsaðgerðir þeirra hefjast í fyrramálið. Áætlanaflug til Akureyrar raskast vegna aðgerðanna.

Slökktu eld fyrir utan Ráðhúsið

Slökkviliðsmenn á frívakt gengu í hópi frá Skógarhlíð niður Laugaveginn og að ráðhúsinu í morgun, til að vekja athygli á málefnum sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×