Ætlar til Bandaríkjanna að sýna Bradley Manning stuðning í verki 1. febrúar 2013 14:09 Birgitta Jónsdóttir "Ég mun fara (til Bandaríkjanna) í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru," segir Birgitta Jónsdóttir þingkona í bréfi til fjölmiðla í dag. „Fríður flokkur FBI manna sem mætti til Íslands í ágúst 2011 til að rannsaka WikiLeaks hérlendis var réttilega sendur heim af innanríkisráðherra Ögmundi Jónassyni. Honum ber að þakka fyrir að sýna slíka dirfsku og eindrægni," segir í bréfi Birgittu. Í bréfinu segist Birgitta vilja setja heimsóknina í samhengi við heimsóknir FBI heim til sín með og án sinnar vitundar. „...þar sem þeir fóru vandlega í gegnum samskipti mín, einkabréf og annað persónulegt. Þá könnuðu þeir jafnframt hvar ég hafði verið og með hverjum," segir Birgitta. Á bloggi sínu segir hún ástæðu þess að málið hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni ef til vill vera vegna þess að FBI fór ekki inn um útidyr sínar heldur Internetið. „Segja má að ég geymi mun viðkvæmari upplýsingar í tölvunni minni en annarsstaðar í raunheimum og hið sama á um langflesta borgara í nútíma samfélagi," segir Birgitta sem fékk skeyti frá samskiptamiðlinum Twitter í ársbyrjun 2011. „...þar sem mér var tilkynnt að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði gert kröfu um að fá afhent mín persónugögn innan þriggja daga án minnar vitunar." Birgitta segir málið hafa farið fyrir dómstóla þar sem afnema tókst leyndina á kröfunni. Birgitta segist hafa fengið bestu mögulegu lögfræðinga vestanhafs til þess að stöðva aðförina að friðhelgi einkalífs síns. Það hafi þeir gert án endurgjalds enda hafi verið um prófmál að ræða. Birgitta segist hafa tapað málinu á öllum dómstigum nema því æðsta. Ákveðið hafi verið að fara ekki með málið fyrir æðsta dómstig og þar með eyðileggja fyrir öðrum í framtíðinni skyldi málið tapast. „Bandarísk yfirvöld fengu því dómsheimild til að fara inn á Twitter heimilið mitt á síðasta ári: aðgang að einkaskilaboðum og IP tölum til að greina staðsetningu. 25. janúar var lokatilraun okkar til að fá uppgefið fyrir dómstól hvaða 4 önnur fyrirtæki hafa afhent FBI mínar persónulegu upplýsingar hafnað á þeim forsendum að það myndi spilla fyrir rannsókn," segir Birgitta og spyr „Hvaða rannsókn?" enda hafi hún fengið kurteis skilaboð í þremur liðum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu snemma árs 2011. 1. Birgitta er velkomin til Bandaríkjanna. 2. Birgitta mun ekki verða yfirheyrð án hennar samþykkis. 3. Birgitta er ekki aðili að rannsókn um glæpsamlegar gjörðir. Þingkonan segir Utanríkisráðuneytið og lögfræðinga hafa eindregið ráðlagt sér að fara ekki til Bandaríkjana. Hún hafi hlýtt því en setur spurningamerki að hafa ekki ferðafrelsi til lands sem kenni sig við frelsi. Hún ætli utan í apríl. „Ég hef ekki framið nein lögbrot mér að vitandi og hyggst því láta reyna á þessa yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti vina minna í vestri. Ég mun fara í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru. Þá ætla ég að hitta lögfræðinga og margt gott fólk úr fræðisamfélaginu vestanhafs til að ræða þau málefni sem okkur er annt um, eins og t.d. upplýsinga og tjáningarfrelsi, sem og friðhelgi einkalífsins." Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
"Ég mun fara (til Bandaríkjanna) í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru," segir Birgitta Jónsdóttir þingkona í bréfi til fjölmiðla í dag. „Fríður flokkur FBI manna sem mætti til Íslands í ágúst 2011 til að rannsaka WikiLeaks hérlendis var réttilega sendur heim af innanríkisráðherra Ögmundi Jónassyni. Honum ber að þakka fyrir að sýna slíka dirfsku og eindrægni," segir í bréfi Birgittu. Í bréfinu segist Birgitta vilja setja heimsóknina í samhengi við heimsóknir FBI heim til sín með og án sinnar vitundar. „...þar sem þeir fóru vandlega í gegnum samskipti mín, einkabréf og annað persónulegt. Þá könnuðu þeir jafnframt hvar ég hafði verið og með hverjum," segir Birgitta. Á bloggi sínu segir hún ástæðu þess að málið hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni ef til vill vera vegna þess að FBI fór ekki inn um útidyr sínar heldur Internetið. „Segja má að ég geymi mun viðkvæmari upplýsingar í tölvunni minni en annarsstaðar í raunheimum og hið sama á um langflesta borgara í nútíma samfélagi," segir Birgitta sem fékk skeyti frá samskiptamiðlinum Twitter í ársbyrjun 2011. „...þar sem mér var tilkynnt að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði gert kröfu um að fá afhent mín persónugögn innan þriggja daga án minnar vitunar." Birgitta segir málið hafa farið fyrir dómstóla þar sem afnema tókst leyndina á kröfunni. Birgitta segist hafa fengið bestu mögulegu lögfræðinga vestanhafs til þess að stöðva aðförina að friðhelgi einkalífs síns. Það hafi þeir gert án endurgjalds enda hafi verið um prófmál að ræða. Birgitta segist hafa tapað málinu á öllum dómstigum nema því æðsta. Ákveðið hafi verið að fara ekki með málið fyrir æðsta dómstig og þar með eyðileggja fyrir öðrum í framtíðinni skyldi málið tapast. „Bandarísk yfirvöld fengu því dómsheimild til að fara inn á Twitter heimilið mitt á síðasta ári: aðgang að einkaskilaboðum og IP tölum til að greina staðsetningu. 25. janúar var lokatilraun okkar til að fá uppgefið fyrir dómstól hvaða 4 önnur fyrirtæki hafa afhent FBI mínar persónulegu upplýsingar hafnað á þeim forsendum að það myndi spilla fyrir rannsókn," segir Birgitta og spyr „Hvaða rannsókn?" enda hafi hún fengið kurteis skilaboð í þremur liðum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu snemma árs 2011. 1. Birgitta er velkomin til Bandaríkjanna. 2. Birgitta mun ekki verða yfirheyrð án hennar samþykkis. 3. Birgitta er ekki aðili að rannsókn um glæpsamlegar gjörðir. Þingkonan segir Utanríkisráðuneytið og lögfræðinga hafa eindregið ráðlagt sér að fara ekki til Bandaríkjana. Hún hafi hlýtt því en setur spurningamerki að hafa ekki ferðafrelsi til lands sem kenni sig við frelsi. Hún ætli utan í apríl. „Ég hef ekki framið nein lögbrot mér að vitandi og hyggst því láta reyna á þessa yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti vina minna í vestri. Ég mun fara í byrjun apríl og sýna í verki stuðning minn við Bradley Manning sem hefur setið í fangelsi í meira en 1000 daga án ákæru. Þá ætla ég að hitta lögfræðinga og margt gott fólk úr fræðisamfélaginu vestanhafs til að ræða þau málefni sem okkur er annt um, eins og t.d. upplýsinga og tjáningarfrelsi, sem og friðhelgi einkalífsins."
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira