"Fengu brauð og skyr í morgunmat" Hjörtur Hjartarson skrifar 9. ágúst 2013 19:02 Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar þýsk seglskúta sökk, undan Garðskaga í nótt. 12 voru um borð og var þeim öllum bjargað. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá skútunni um klukkan ellefu í gærkvöld sem þá var stödd um 17 mílur vestur af Garðskaga. Leki hafði komið að skútunni og höfðu dælurnar ekki undan. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip voru umsvifalaust send á vettvang. Nærstöddum skipum var einnig beint í átt að skútunni og var togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK, fyrstur á vettvang. Ekki gekk í fyrstu að koma fólkinu frá borði vegna sjólags en um tvöleytið tókst koma fólkinu um borð í björgunarskip sem flutti það til Sandgerðis. Gerð var tilraun til að komast í land með skútuna í togi til lands en sjódælan um borð bilaði og sökk skipið skömmu síðar.Tólf manna hópurinn frá Þýskalandi, fimm fullorðnir og sjö börn á aldrinum 11-15 ára, kom hingað í hjálparstöð Rauða Kross Íslands í Efstaleitinu um klukkan hálfníu í morgun. Þau voru blaut og köld en að öðru leyti í góðu ásigkomulagi. "Við gáfum þeim bara morgunmat, egg og beikon, brauð og skyr. Smámsaman þá fór þetta allt saman að ganga betur fyrir sig og líta betur út", sagði Hermann Ottóson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins. Skútan var smíðuð fyrir 45 árum og hefur undanfarna áratugi þjónað þýsku skátahreyfingunni. Henni hefur verið siglt um öll heimsins höf með fróðleiksfúsa skáta um borð. Hópurinn sem bjargaðist í gær flaug til Íslands fyrir viku og heldur af landi brott á sunnudaginn. Áætlað var að annar hópur kæmi til landsins í hans stað á sama tíma. Norbert Kiter, átti að taka skipstjórn skútunnar á sunnudaginn. Hann ræddi við skipverja í dag og segir að þeim líði vel. Ekki er vitað um orsök þess að leki kom að skútunni en áhöfnin var yfirheyrð af lögreglunni síðdegis. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar þýsk seglskúta sökk, undan Garðskaga í nótt. 12 voru um borð og var þeim öllum bjargað. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá skútunni um klukkan ellefu í gærkvöld sem þá var stödd um 17 mílur vestur af Garðskaga. Leki hafði komið að skútunni og höfðu dælurnar ekki undan. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskip voru umsvifalaust send á vettvang. Nærstöddum skipum var einnig beint í átt að skútunni og var togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK, fyrstur á vettvang. Ekki gekk í fyrstu að koma fólkinu frá borði vegna sjólags en um tvöleytið tókst koma fólkinu um borð í björgunarskip sem flutti það til Sandgerðis. Gerð var tilraun til að komast í land með skútuna í togi til lands en sjódælan um borð bilaði og sökk skipið skömmu síðar.Tólf manna hópurinn frá Þýskalandi, fimm fullorðnir og sjö börn á aldrinum 11-15 ára, kom hingað í hjálparstöð Rauða Kross Íslands í Efstaleitinu um klukkan hálfníu í morgun. Þau voru blaut og köld en að öðru leyti í góðu ásigkomulagi. "Við gáfum þeim bara morgunmat, egg og beikon, brauð og skyr. Smámsaman þá fór þetta allt saman að ganga betur fyrir sig og líta betur út", sagði Hermann Ottóson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins. Skútan var smíðuð fyrir 45 árum og hefur undanfarna áratugi þjónað þýsku skátahreyfingunni. Henni hefur verið siglt um öll heimsins höf með fróðleiksfúsa skáta um borð. Hópurinn sem bjargaðist í gær flaug til Íslands fyrir viku og heldur af landi brott á sunnudaginn. Áætlað var að annar hópur kæmi til landsins í hans stað á sama tíma. Norbert Kiter, átti að taka skipstjórn skútunnar á sunnudaginn. Hann ræddi við skipverja í dag og segir að þeim líði vel. Ekki er vitað um orsök þess að leki kom að skútunni en áhöfnin var yfirheyrð af lögreglunni síðdegis.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira