„Fíflagangur“ sófakastaranna við Krýsuvíkurbjarg kostaði þá 30 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 09:59 Frá sófakastinu við Krísuvíkurbjarg þann 30. október. Vísir Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin. Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Grindvíkingarnir sem staðnir voru að því að henda sófasetti fram af Krýsuvíkurbjargi þann 30. október síðastliðinn þurfa hvor um sig að greiða 30 þúsund krónur í sekt vegna athæfisins. Þeir sleppa þó við tilraunir til að endurheimta sófann enda má flestum vera ljóst að um ómögulegt og stórhættulegt verkefni væri að ræða. Mennirnir, sem báðir eru á fertugsaldri, voru gripnir glóðvolgir af áhugaljósmyndara sem trúði varla sínum eigin augum þegar tveir stólar auk sófans flugu fram af bjargbrúninni. Taldi hann upphaflega að þeir væru ljósmyndarar þegar hann sá þá taka húsgögnin út úr jeppa sínum. Mennirnir tveir sögðu í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar daginn eftir að um hefði verið að ræða fíflagang í þeim félögunum.Viðtalið má heyra hér að neðan.„Sumum finnst þetta fyndið en öðrum ekki. Ég er kannski í þessum hópi sem fannst þetta fyndið, ég veit það ekki,“ sagði Magnús Ólafur Ólafsson. Svavar Þór Svavarsson tók í svipaðan streng. „Við ákváðum bara að taka rúntinn þangað því okkur hefur alltaf langað til að henda svona niður,“ sagði Svavar. Báðir sögðust þeir sjá eftir þessu í ljósi umræðunnar sem kviknaði í kjölfar umfjöllunar um uppátæki þeirra. Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir hafi gengist við lögreglustjórasátt í formi sektargerðar. Báðir hafi samþykkt sektina sem hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Hann segir hafa verið erfitt að finna lagabókstaf sem uppátæki þeirra heyrði undir. Fyrst hafi verið horft til þess að heimfæra brotið undir lög um mengunarvarnir en þar hafi ekkert fundist sem sófakastið hafi getað heyrt undir.Mennirnir að taka sófann út úr jeppanum.VísirFór svo að brotið var heimfært undir lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað en málið kom upp í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnesjamenn hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu. Miðað var við 19. og 33. grein samþykktarinnar við ákvörðun refsingar. Í 19. grein samþykktarinnar segir að „Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á almannafæri nema í þar til gerð ílát. Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð eða land annars manns. Hver sem það gerir skal flytja óhreinindin tafarlaust í burt á sinn kostnað.“ Í 33. grein samþykktarinnar segir að brot sem þessi varða sektum nema þyngri refsingar liggi fyrir samkvæmt öðrum lögum eða reglugerðum. Vilhjálmur segir að ekki hafi verið gerð sú krafa að mennirnir endurheimtu húsgögnin.
Tengdar fréttir „Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45 Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Bara fíflagangur í okkur félögunum“ Umhverfissóðarnir sem staðnir voru að verki við að fleygja sófum fram af Krísuvíkurbjargi segjast alltaf hafa langað til að prófa að henda hlutum þar fram af. 1. nóvember 2015 12:45
Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Ljósmyndari á Reykjanesi sem hugðist festa sólarlagið á filmu brá sér í hlutverk rannsóknarlögreglumanns þegar tveir menn á gráum Land Cruiser hentu þremur sófum í flæðarmálið í kvöld. 31. október 2015 20:14