„Fólk sem vildi aðstoða en var í raun að gera illt verra“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 21:00 Kettirnir þrír voru illa farnir. mynd/villikettirnir „Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
„Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira