„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2016 20:30 Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir. Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir.
Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25