Sport

"Höggið leit örugglega verr út en það var“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bardagakappinn Gunnar Nelson var að vonum ánægður með sigurinn í London í gærkvöldi. Gunnar fékk, að því er virtist, þungt högg á síðustu sekúndu bardagans en segist ekki varla hafa fundið fyrir högginu.

„Þetta högg hefur örugglega litið töluvert verr út en það var. Ég fann voðalítið fyrir þessu höggi. Ég var að hreyfa mig með því. Það hefur örugglega lent en það hafði engin áhrif þannig," sagði Gunnar í viðtali við Jón Viðar Arnþórsson fyrir Stöð 2 Sport.

Gunnar reiknar með því að taka sér nokkurra mánaða hlé fram að næsta bardaga.

„Ég verð svo sem örugglega tilbúinn eftir nokkra mánuði. Mig langar að taka mér smá frí og æfa mig í nokkrum hlutum. Þótt það væri ekki fyrr en eftir sumarið þá myndi ég lifa það af líka," segir Gunnar sem er þakklátur stuðningnum heima á Íslandi.

„Takk fyrir allan stuðninginn, allir sem að æfa með mér og styðja mig. Allt fólkið heima sem er farið að fylgjast með. Það er gaman að sjá hvað þetta vex hratt og spennandi tímar framundan."




Tengdar fréttir

Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega

Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×