Innlent

"Hrægammafyrirtæki sem verður að leysa upp"

Hjörtur Hjartarson skrifar
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur beðið Fjármáleftirlitið að kanna hvort Drómi gangi lengra í innheimtu lána en önnur fjármálafyrirtæki. Formaður Samfylkingarinnar segir Dróma hrægammafyrirtæki sem mikilvægt sé að leysa upp.

Formaður efnahags og viðskiptanefndar segir að eftir fundinum hafi verið óskað í kjölfar frétta undanfarna daga þar sem fram kom að Drómi hyggðist senda 160 einstaklingum tilkynningu um að lækkun á lánum þeirra yrði afturkölluð. Lánin voru endurreiknuð í kjölfar dóms Hæstarréttar um lögmæti laga frá 2010.

"Það er ákveðin lagagrein sem segir að það megi ekki höndla slíka hópa með öðrum hætti, jafnvel þó um slitastjórn sé að ræða þá verður hún að hegða sér eins og bankar gera almennt gagnvart viðskiptavinum sínum. Við viljum láta kanna hvort það sé ekki örugglega raunin", segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags og viðskiptanefndar.

Undir orð Frosta tekur fyrrverandi efnahags og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason.

"Hrægammafyrirtæki eins og Drómi verður að una því að geta ekki gengið lengra ehldur en heilbrigð fyrirtæki treysta sér til."





Drómi sendi frá sér athugasemd í morgun þar sem fram kemur að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að afturkalla lækkun á endurútreiknuðum lánum. Prófmál um lögmæti slíks gjörnings er nú í gangi og er beðið dóms þaðan. Samkvæmt fulltrúa Dróma sem fréttastofa ræddi við í dag er ætlunin að fara á fund nýs fjármálaráðherra til að kanna hvort afstaða ráðuneytisins um fyrri kröfu slitastjórnarinnar á hendur ríkinu.

 

Samingaviðræður á milli Seðlabankans, Arionbanka og Dróma um að leysa upp fyrirtækið, standa nú yfir. Samningsaðilar eru að leggja mat á verðmæti lánasafns Dróma og má ætla að sú vinna taki nokkra mánuði.

"Það er mjög mikilvægt að lán einstaklinga sé í höndum fyrirtækja sem hafa einhverja langtíma hagsmuni af því að koma vel fram við fólk en en geta ekki bara leyft sér að segja nei við öllum skynsamlegum leiðum sem að frá fólki koma", segir Árni Páll Árnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×