"Hrægammafyrirtæki sem verður að leysa upp" Hjörtur Hjartarson skrifar 28. júní 2013 19:15 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur beðið Fjármáleftirlitið að kanna hvort Drómi gangi lengra í innheimtu lána en önnur fjármálafyrirtæki. Formaður Samfylkingarinnar segir Dróma hrægammafyrirtæki sem mikilvægt sé að leysa upp. Formaður efnahags og viðskiptanefndar segir að eftir fundinum hafi verið óskað í kjölfar frétta undanfarna daga þar sem fram kom að Drómi hyggðist senda 160 einstaklingum tilkynningu um að lækkun á lánum þeirra yrði afturkölluð. Lánin voru endurreiknuð í kjölfar dóms Hæstarréttar um lögmæti laga frá 2010. "Það er ákveðin lagagrein sem segir að það megi ekki höndla slíka hópa með öðrum hætti, jafnvel þó um slitastjórn sé að ræða þá verður hún að hegða sér eins og bankar gera almennt gagnvart viðskiptavinum sínum. Við viljum láta kanna hvort það sé ekki örugglega raunin", segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags og viðskiptanefndar. Undir orð Frosta tekur fyrrverandi efnahags og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason. "Hrægammafyrirtæki eins og Drómi verður að una því að geta ekki gengið lengra ehldur en heilbrigð fyrirtæki treysta sér til."Drómi sendi frá sér athugasemd í morgun þar sem fram kemur að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að afturkalla lækkun á endurútreiknuðum lánum. Prófmál um lögmæti slíks gjörnings er nú í gangi og er beðið dóms þaðan. Samkvæmt fulltrúa Dróma sem fréttastofa ræddi við í dag er ætlunin að fara á fund nýs fjármálaráðherra til að kanna hvort afstaða ráðuneytisins um fyrri kröfu slitastjórnarinnar á hendur ríkinu. Samingaviðræður á milli Seðlabankans, Arionbanka og Dróma um að leysa upp fyrirtækið, standa nú yfir. Samningsaðilar eru að leggja mat á verðmæti lánasafns Dróma og má ætla að sú vinna taki nokkra mánuði. "Það er mjög mikilvægt að lán einstaklinga sé í höndum fyrirtækja sem hafa einhverja langtíma hagsmuni af því að koma vel fram við fólk en en geta ekki bara leyft sér að segja nei við öllum skynsamlegum leiðum sem að frá fólki koma", segir Árni Páll Árnason. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur beðið Fjármáleftirlitið að kanna hvort Drómi gangi lengra í innheimtu lána en önnur fjármálafyrirtæki. Formaður Samfylkingarinnar segir Dróma hrægammafyrirtæki sem mikilvægt sé að leysa upp. Formaður efnahags og viðskiptanefndar segir að eftir fundinum hafi verið óskað í kjölfar frétta undanfarna daga þar sem fram kom að Drómi hyggðist senda 160 einstaklingum tilkynningu um að lækkun á lánum þeirra yrði afturkölluð. Lánin voru endurreiknuð í kjölfar dóms Hæstarréttar um lögmæti laga frá 2010. "Það er ákveðin lagagrein sem segir að það megi ekki höndla slíka hópa með öðrum hætti, jafnvel þó um slitastjórn sé að ræða þá verður hún að hegða sér eins og bankar gera almennt gagnvart viðskiptavinum sínum. Við viljum láta kanna hvort það sé ekki örugglega raunin", segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags og viðskiptanefndar. Undir orð Frosta tekur fyrrverandi efnahags og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason. "Hrægammafyrirtæki eins og Drómi verður að una því að geta ekki gengið lengra ehldur en heilbrigð fyrirtæki treysta sér til."Drómi sendi frá sér athugasemd í morgun þar sem fram kemur að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um að afturkalla lækkun á endurútreiknuðum lánum. Prófmál um lögmæti slíks gjörnings er nú í gangi og er beðið dóms þaðan. Samkvæmt fulltrúa Dróma sem fréttastofa ræddi við í dag er ætlunin að fara á fund nýs fjármálaráðherra til að kanna hvort afstaða ráðuneytisins um fyrri kröfu slitastjórnarinnar á hendur ríkinu. Samingaviðræður á milli Seðlabankans, Arionbanka og Dróma um að leysa upp fyrirtækið, standa nú yfir. Samningsaðilar eru að leggja mat á verðmæti lánasafns Dróma og má ætla að sú vinna taki nokkra mánuði. "Það er mjög mikilvægt að lán einstaklinga sé í höndum fyrirtækja sem hafa einhverja langtíma hagsmuni af því að koma vel fram við fólk en en geta ekki bara leyft sér að segja nei við öllum skynsamlegum leiðum sem að frá fólki koma", segir Árni Páll Árnason.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira