"Í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum…“ Sigursveinn Magnússon skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting. Tekjur streyma úr ýmsum áttum, ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð, fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við og skoðum þessa mynd betur. Hver stéttin af annarri er rekin út í það óyndi að leggja niður vinnu til að berjast fyrir sanngjörnum launum, nú síðast læknar og tónlistarkennarar. „Hér ríkir eineltisástand í garð kennara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti á götu um daginn. „Það er liður í vinsældakeppni stjórnmálamanna að níðast á þessari stétt og höfða þannig til rótgróinnar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyrir talað í neikvæðum tóni um kennara og það er hending ef nokkur viðstaddur tekur málstað þeirra og sjáðu, við horfum þögul á er kjarabarátta kennara er brotin niður æ ofan í æ.“Batnandi hagur fyrir fáa? Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju gengur svo hægt að bæta kjör þessarar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum við og börnin okkar svo mikið undir því að kennarar geti notið sín í starfi og séð sér og sínum farborða. Getur verið að batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa? Er hugsanlegt að við þorum ekki að viðurkenna hvað það kostar að reka þjóðfélag með skólum og heilbrigðisþjónustu og öðru því sem við tengjum við siðmenningu? „Drengurinn minn skilur ekkert í því að fá ekki að halda áfram í spilatímunum, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggjur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir tómlegri og litlausari. Framvinda námsins rofin. Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og þegar ráðamenn hitta kollega sína í útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En þegar heim kemur blasir veruleikinn við. Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason sem ekki gat orða bundist er honum þótti yfirlætið keyra úr hófi og orti:Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllumsig hópaði þjóðanna safn,þangað fór og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllumog fékk á sig töluvert nafn:í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllumvar enginn í heimi þeim jafn. Tökum brýningu skáldsins, nýtum vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinnandi fólks, með því sköpum við hér heilbrigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ýmislegt virðist þessa dagana benda til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir skellinn fyrir sex árum þegar guðs blessun var til kölluð að bjarga okkur í brimróti braskaranna. Nú hefur orðið breyting. Tekjur streyma úr ýmsum áttum, ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð, fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við og skoðum þessa mynd betur. Hver stéttin af annarri er rekin út í það óyndi að leggja niður vinnu til að berjast fyrir sanngjörnum launum, nú síðast læknar og tónlistarkennarar. „Hér ríkir eineltisástand í garð kennara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti á götu um daginn. „Það er liður í vinsældakeppni stjórnmálamanna að níðast á þessari stétt og höfða þannig til rótgróinnar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyrir talað í neikvæðum tóni um kennara og það er hending ef nokkur viðstaddur tekur málstað þeirra og sjáðu, við horfum þögul á er kjarabarátta kennara er brotin niður æ ofan í æ.“Batnandi hagur fyrir fáa? Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju gengur svo hægt að bæta kjör þessarar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum við og börnin okkar svo mikið undir því að kennarar geti notið sín í starfi og séð sér og sínum farborða. Getur verið að batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa? Er hugsanlegt að við þorum ekki að viðurkenna hvað það kostar að reka þjóðfélag með skólum og heilbrigðisþjónustu og öðru því sem við tengjum við siðmenningu? „Drengurinn minn skilur ekkert í því að fá ekki að halda áfram í spilatímunum, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggjur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir tómlegri og litlausari. Framvinda námsins rofin. Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og þegar ráðamenn hitta kollega sína í útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En þegar heim kemur blasir veruleikinn við. Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason sem ekki gat orða bundist er honum þótti yfirlætið keyra úr hófi og orti:Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllumsig hópaði þjóðanna safn,þangað fór og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllumog fékk á sig töluvert nafn:í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllumvar enginn í heimi þeim jafn. Tökum brýningu skáldsins, nýtum vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinnandi fólks, með því sköpum við hér heilbrigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt samfélag.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun