"Í þetta skipti gerði ég allt rangt" Boði Logason skrifar 2. júní 2013 15:36 „Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira