"Í þetta skipti gerði ég allt rangt" Boði Logason skrifar 2. júní 2013 15:36 „Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Sjá meira
„Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Sjá meira