Innlent

"Íslenska flokkakerfið lúið"

Einar Mar segir inngöngu Ásmunds í Framsóknarflokkinn vera til marks um það að íslenska flokkakerfið sé orðið lúið.
Einar Mar segir inngöngu Ásmunds í Framsóknarflokkinn vera til marks um það að íslenska flokkakerfið sé orðið lúið.
Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, segir flokkaskipti Ásmundar Einars Daðasonar benda til þess að íslenska flokkakerfið sé orðið lúið en Ásmundur sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem hann greindi frá inngöngu sinni í Framsóknarflokkinn. Ásmundur var kjörinn á þing fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2009 en hann sagði sig úr flokknum í apríl síðastliðnum.

Einar segir að þó svo nýtt flokkaval Ásmunds hafi komið sér á óvart væri Ásmundur fyrst og fremst þingmaður landsbyggðarinnar, sem passi við áherslur Framsóknarflokksins. Hann segist þó eiga erfitt með að sjá Ásmund, Siv Friðleifsdóttur og Guðmund Steingrímsson fyrir sér í sama flokki og að slíkt hið sama megi segja um félagsmenn marga annarra flokka. Einar telur þetta vera til marks um það að flokkakerfið á Íslandi sé orðið lúið og segir að þörf virðist vera á nýjum og sterkari miðjuflokk en undanfarið hafi íslensku flokkarnir verið að skiptast í þrengri og öfgakenndari hagsmunahópa.

Einar segist ekki sjá fyrir sér að innganga Ásmundar í Framsóknarflokkinn muni hafa mikil áhrif, hvorki á ríkisstjórnina né á aðildarviðræður í Evrópusambandið, en Ásmundur sagði sig úr Vinstri grænum að stórum hluta sökum andstöðu sinnar við aðildarumsókn Íslands að sambandinu.


Tengdar fréttir

Breytir litlu fyrir þingflokk VG

"Þetta breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir okkur sem þingflokk því hann greiddi auðvitað atkvæði með vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina,“ Þuríður Backman, þingflokksformaður VG, aðspurð um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn.

Ásmundur Einar genginn í Framsókn

Ásmundur Einar Daðason þingmaður hefur gengið til liðs við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Tíminn.

Vigdís himinlifandi yfir ákvörðun Ásmundar Einars

"Ég er himinlifandi yfir þessum tíðindum,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um þá ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. "Það er alltaf gaman þegar þingflokkurinn stækkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks framsóknarmanna.

Atli Gíslason: Úrsögn Ásmundar kemur ekki á óvart

"Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta var í pípunum," segir Atli Gíslason, en hann sagði sig úr þingflokki VG ásamt Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni í mars síðastliðnum. Ásmundur tilkynnti í dag að hann væri genginn í Framsóknarflokkinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×