Innlent

Izekor Osazee laus úr haldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nígerska hælisleitandanum Izekor Osazee, hefur verið sleppt úr haldi og verður henni ekki vísað úr landi á morgun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Izekor, segir að of snemmt sé að segja til um hvort henni verði vísað úr landi.

Izekor var handtekin í dag þegar hún kom á lögreglustöðina á Hverfisgötu til að sinna tilkynningaskyldu hælisleitenda, en henni var gert að sinna tilkynningaskyldu daglega þar til henni yrði vísað úr landi. Hún kom hingað til lands fyrir tveimur árum en var henni hafnað um dvalarleyfi á grundvelli Dyflinarreglunnar.

Aðstandendur Izekor hafa stofnað síðu þar sem boðað er til mótmæla á morgun klukkan tólf við lögreglustöðina á Hverfisgötu.

„Það er ólíðandi og óþolandi að saklaust fólk sé rifið frá fjölskyldum sínum hér á landi fyrir það eitt að vera útlenskt án leyfis,“ segir á síðunni.

„Mætum og sýnum samstöðu með Osazee, og andstöðu við þetta óþolandi athæfi yfirvalda.“

vísir/daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×