Innlent

„Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Fuglavernd, Fuglaverndarfélag íslands, hefur sent frá sér áskorun, þar sem skorað er á eigendur katta að halda dýrunum inni yfir varptíma fugla.

„Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem varpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert,“ segir í tilkynningu frá Fuglavernd.

Þá segir að á þessum tíma sé því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. „Bjöllur eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×