"Kosningaloforð stjórnarflokkanna í vor þau sömu og fyrir 10 árum" Hjörtur Hjartarson skrifar 3. júlí 2013 19:13 Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira