Listamannalaunaveikin Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 22. janúar 2016 09:22 Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Frá því ég komst til vits og ára hef ég talið bókmenntir og listir gefa lífinu gildi; göfgandi, næra andann og samfélagið allt. Churchill mun hafa sagt þegar lagt var til í stríðinu að framlög til lista yrðu skorin niður: Til hvers er þá barist? Ég minnist þess ekki að nokkur með fullu viti hafi efast um nauðsyn bókmennta. Reyndar hef ég aldrei heyrt nokkurn mann halda öðru fram. Svo viðurkennd er þessi skoðun að tala má um staðreynd. Sem allir gera sér grein fyrir. Eða, þetta hélt ég. Löngum hef ég talið listamannalaun lúsarlega léleg, þau eru undir framfærsluviðmiðum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti að stórauka framlag til menningar og lista. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að slíkt framlag skili sér til baka með rentum. En, þetta er mín persónulega skoðun sem ég blanda ekki saman við fréttaflutning. Nú ber svo við að fjöldi manna, virtir rithöfundar og slíkir, básúna yfir mannskapinn: Bókmenntir og listir gefa lífinu gildi! Og við kveða húrrahróp líkt og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Svipað og að ef sjómenn færu um í hópum, ef til vill að undangenginni enn einni umræðu um kvótakerfið og æptu og öskruðu á hverju götuhorni: Fiskur er matur. Fiskur er víst matur! Fólk myndi líkast til spyrja sig: Við hverja eru mennirnir að rífast? Mætustu menn hafa stigið fram, margir þekktir fyrir að hafa talað fyrir siðbót og gagnsæi og fullyrða nú að með fréttaflutningi sé um að ræða atlögu á hendur þekktum listamönnum. Glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum og barnalegustu samsæriskenningar hafa litið dagsins ljós eins og þær að fjölmiðlar séu, með því að birta upplýsingar um listamannalaun, að bregða fæti fyrir hugsanlegt forsetaframboð Andra Snæs Magnasonar?! Hverjar eru þessar upplýsingar? Jú, hverjir fá listamannalaun, hverjir hafa fengið flestum mánuðum úthlutað á undanförnum áratug, hver eru afköstin (í framhaldi af orðum formanns stjórnar Listamannalauna um að þeim sé úthlutað verkefnatengt og listamenn þyrftu að skila framleiðniskýrslum) auk þess sem fram hefur komið að stjórn rithöfundasambandsins velur fólk í úthlutunarnefndina. En, sæmileg umræða um þessar staðreyndir hlýtur þó að hverfast um fyrirkomulagið sem slíkt. Af hverju telur þessi hópur skammarlegt að þiggja listamannalaun með fullyrðingum um að með því að birta slíkar upplýsingar sé verið að stilla listafólki upp sem sakamönnum? Er þetta ekki nokkuð sem fremur ætti að fagna, á þeim forsendum að bókmenntir og listir gefi lífinu gildi? Ætti þetta ekki að vera téðum til lofs og dýrðar frekar en hitt? Að þeir skuli veljast til að bera fánann. Á hvaða forsendum telur fólk þetta lagt upp þeim til lasts? Fram hefur stigið hávær hópur sem virðist telja þetta framlag ríkisins sína persónulegu eign – virðist gripinn því sem má kannski kalla listamannalaunaveikina því krafan er sú að með þetta sé pukrast en annað ekki. Engin leið er að skilja þetta öðruvísi.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar