„Menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt“ 19. september 2012 04:00 Ljóst er að hundruð ef ekki þúsundir fjár hafa drepist á Norðurlandi eftir fárviðrið og segja bændur illmögulegt að koma hræjunum til byggða til förgunar. mynd/Egill Aðalsteinsson Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira