„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 11:14 Aðstandendur áætla að um 15 þúsund manns hafi mætt í gönguna á síðasta ári. Vísir/Andri Marinó Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Sjá meira