„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 11:14 Aðstandendur áætla að um 15 þúsund manns hafi mætt í gönguna á síðasta ári. Vísir/Andri Marinó Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent