"Refsingar skaðlegar fyrir samfélagið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 15:19 Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að refsingar við eiturlyfjaneyslu skili engu til samfélagsins. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. „Refsistefnan verður að vera í samræmi við samfélagslega hagsmuni,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ef við lítum á misnotkun á fíkniefnum sem heilbrigðisvandamál þá held ég að refsingar muni ekki laga það vandamál, heldur í raun og veru geri þær illt verra. Þar eru hagsmunir neitandans ekki í húfi, þær eru skaðlegar fyrir fjölskylduna og skaðlegar fyrir samfélagið í heild sinni.“Fóður fyrir glæpaklíkur Brynjar telur ástandið í dag vera fóður fyrir glæpaklíkur. „Sagan hefur kennt okkur að það er ekkert nýtt undir sólinni í þessum málum. Eins og þegar brennivín var bannað á sínum tíma þá reyndist það aðeins vera fóður fyrir glæpastarfsemi. Þegar menn eru að hugsa um refsingar og ætla að beita þeim á þegna samfélagsins, þá verður það að vera í þeim tilgangi að bæta ástandið.“ Brynjar vill samt sem áður stíga varlega til jarðar varðandi lögleiðingu fíkniefna og telur hann að skoða verði það mál vel. „Það verða vissulega að vera ákveðnar reglur eins og við sjáum í tengslum við áfengisneyslu. Í dag erum við að tala um margra ára fangelsi fyrir fíkniefnaneyslu og það skilar engu til samfélagsins.“Viðbrögðin hörð Brynjar hefur verið fylgjandi afglæpavæðingu fíkniefna í mörg ár og ítrekað skrifað greinar um málið í fjölmiðlum. Viðbrögðin hafi alltaf verið hörð. „Fólk hefur sagt að ég vilji einfaldlega að ungt fólk verði fíkninni að bráð, það er af og frá. Ég hef einungis hugsað um þetta mál út frá refsingum og lítið verið að velta lögleiðingunni fyrir mér. Samfélagið hagnast ekkert á því að refsa fyrir einkaneyslu fíkniefna og hefur þetta einungis slæmar afleiðingar." Brynjar segir að með refsingum fylgi glæpir og ofbeldi af þeirri ástæðu að þetta er allt saman refsivert. Aðeins eigi að beita refsingum ef ótvíræður árangur næst. Lögreglan hefur staðið í miklu átaki gegn fíkniefnum undanfarna viku og þá sérstaklega í kringum raftónlistarhátíðina í Hörpu um síðustu helgi. Brynjari telur það skjóta skökku við miðað við umræðuna. „Ég hefði haldið að það væru önnur mikilvæg mál á borði lögreglunnar heldur en að elta fólk á tónleika sem eru kannski með efni á sér til einkaneyslu. Hvað leysa svona starfshættir? Fólk fer kannski á sakaskrá í einhver ár og lífið verður örlítið íþyngjandi fyrir viðkomandi og fjölskyldu þeirra en þetta leysir ekki vandamálið.“ Brynjar hefur samt fullan skilning á áhyggjum manna í þessu máli en telur samt sem áður umræðan í dag minni á umræðuna um lögleiðingu bjórsins hér á landi árið 1989.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira