„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 16:54 Sérstök umræða var á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá tók Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, til máls. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. Helgi gagnrýndi þá stefnu stjórnvalda sem hefur verið varðandi vímuefnamal á Íslandi í ræðu sinni. „Það ríkir almennt lítill skilningur í samfélaginu á andlega kvillum. Það eru ekki bara fordómar, heldur afleiðing þess að við teljum okkur hafa stjórn á eigin hugsunum, eigin lögnunum og eigin gjörðum. Heilinn er aftur á móti líffæri sem getur bilað eins og önnur líffæri,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni á Alþingi í dag.Helgi talaði um að stundum missum við stjórnina til að taka eigin ákvarðanir. Fíkn væri hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. „Þótt það liggi vel við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna þá verður að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, að hann geti hætt hvenær sem hann vill. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þarf hjálp. Ekki refsingu, heldur hjálp.“ Helgi sagði að dópstríðið væri nú orðið um fertugt og hafi kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu. „Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða. Refsingar þvælast bara fyrir. Við þurfum að hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu. Refsistefnan hefur skapað trúnaðarbrest milli fíkla og samfélagsins. Refsistefnan býr til fleiri vandamál heldur en hún leysir.“ Því næst tók til máls Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Spurt er um hvort refsistefnan sé að virka og eina raunhæfa svarið sem ég hef er að árið 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Í ljósi slíkrar stefnumörkunnar og þeirra tækja sem nýtt hafa verið til að ná henni fram er í mínum huga algjörlega augljóst að við verðum að ræða allar mögulegar nálganir að því að vinna betur bug að þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi vegna vímuefnanotkunar og það þarf að taka þá umræðu opinskátt, heiðarlega og fordæmalaust." Kristján sagði að okkur bæri einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir hvort sem það væri lögleiðing fíkniefna, afglæpavæðing fíkniefna eða herta löggjöf.Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, talaði um á Alþingi í dag að það væri sannarlega kominn tími til að Íslendingar myndi hverfa frá refsistefnunni. „Við Píratar ætlum að leggja fram stefnu í fyrramálið um þessi málefni þar sem þau eru skoðuð á heildrænan hátt. Við verðum að finna heildrænda stefnu varðandi málefni þeirra sem eiga við vandamál að stríða sem fellur undir fíkn.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi í dag um stefnumótun ríkisins í vímuefnamálum en þá tók Helgi Hrafn Gunnarsson, varaformaður Pírata, til máls. Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið hávær að undanförnu hér á landi en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna. Helgi gagnrýndi þá stefnu stjórnvalda sem hefur verið varðandi vímuefnamal á Íslandi í ræðu sinni. „Það ríkir almennt lítill skilningur í samfélaginu á andlega kvillum. Það eru ekki bara fordómar, heldur afleiðing þess að við teljum okkur hafa stjórn á eigin hugsunum, eigin lögnunum og eigin gjörðum. Heilinn er aftur á móti líffæri sem getur bilað eins og önnur líffæri,“ sagði Helgi Hrafn í ræðu sinni á Alþingi í dag.Helgi talaði um að stundum missum við stjórnina til að taka eigin ákvarðanir. Fíkn væri hvorki spurning um viðhorf né hlýðni heldur spurning um heilbrigði. „Þótt það liggi vel við að einfaldlega banna neyslu fíkniefna þá verður að benda á tvennt. Í fyrsta lagi gefur það vísbendingu um að samfélagið sé haldið sömu ranghugmynd og fíkillinn sjálfur, að hann geti hætt hvenær sem hann vill. Það þarf meira en bara viljastyrk, það þarf hjálp. Ekki refsingu, heldur hjálp.“ Helgi sagði að dópstríðið væri nú orðið um fertugt og hafi kostað gríðarlega fjármuni og samfélagslegar fórnir sem litlu hafa skilað til að ná upprunalega markmiðinu. „Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða. Refsingar þvælast bara fyrir. Við þurfum að hætta að refsa fólki fyrir fíkniefnaneyslu. Refsistefnan hefur skapað trúnaðarbrest milli fíkla og samfélagsins. Refsistefnan býr til fleiri vandamál heldur en hún leysir.“ Því næst tók til máls Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. „Spurt er um hvort refsistefnan sé að virka og eina raunhæfa svarið sem ég hef er að árið 1997 samþykkti ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Í ljósi slíkrar stefnumörkunnar og þeirra tækja sem nýtt hafa verið til að ná henni fram er í mínum huga algjörlega augljóst að við verðum að ræða allar mögulegar nálganir að því að vinna betur bug að þeirri ógn sem steðjar að íslensku samfélagi vegna vímuefnanotkunar og það þarf að taka þá umræðu opinskátt, heiðarlega og fordæmalaust." Kristján sagði að okkur bæri einfaldlega að ræða allar mögulegar leiðir hvort sem það væri lögleiðing fíkniefna, afglæpavæðing fíkniefna eða herta löggjöf.Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, talaði um á Alþingi í dag að það væri sannarlega kominn tími til að Íslendingar myndi hverfa frá refsistefnunni. „Við Píratar ætlum að leggja fram stefnu í fyrramálið um þessi málefni þar sem þau eru skoðuð á heildrænan hátt. Við verðum að finna heildrænda stefnu varðandi málefni þeirra sem eiga við vandamál að stríða sem fellur undir fíkn.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira