Íslenski boltinn

"Rétt hjá Þorsteini að vilja ekki ráða Guðjón“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson þjálfaði Grindavík á síðasta sumri.
Guðjón Þórðarson þjálfaði Grindavík á síðasta sumri. Mynd/Valli
Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir að afstaða Þorsteins Gunnarsson í ráðningu Guðjóns Þórðarsonar til félagsins hafi reynst rétt.

Þetta kemur fram í ársskýrslu stjórnar knattspyrnudeildar Grindavíkur, sem lesa má í heild sinni hér. Þorsteinn Gunnarsson var formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur þegar meirihluti stjórnar ákvað að ganga til samninga við Guðjón. Þorsteinn sagði eftir það af sér formennsku í stjórn.

„Eftir á að hyggja var það rétt ákvörðun hjá Þorsteini að vilja ekki ráða Guðjón Þórðarson sem þjálfara meistaraflokks karla. Grindavík féll um deild í annað sinn á skömmum tíma, fyrst í september 2006 og nú í september 2012. Þegar litið er til baka þá hringdu aðvörunarbjöllur í bæði skiptin við ráðningu á þjálfara meistaraflokks karla, Sigurði Jónssyni 2006 og Guðjóni Þórðarsyni 2012," segir í skýrslunni.

Enn fremur segir að samskipti stjórnar og Guðjóns hafi alla tíð verið góð. „[...] en það fylgdi honum ekki sama ástríða og menn höfðu vonast eftir," segir í skýrslunni.

Grindavík féll í 1. deild í haust og var þá ákvörðun tekin um að segja upp launalið í samningi Guðjóns, sem hætti svo formlega störfum um áramótin. Er honum þakkað fyrir samstarfið í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×