Viðskipti innlent

"Ríkið að láta almenning niðurgreiða gagnaver“

BBI skrifar
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna vill sjá veigamikil rök fyrir næstum þreföldun verðskrár.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna vill sjá veigamikil rök fyrir næstum þreföldun verðskrár.
Í rauninni er ríkið að láta almenning niðurgreiða gagnaver á Íslandi með því að Farice ehf. fari fram á nær þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni við símafyrirtækin. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna aðspurður um málið. „Það er alveg ljóst."

Farice ehf. rekur tvo stærstu sæstrengina sem koma Íslandi í internetsamband við umheiminn. Eins og fréttastofa hefur greint frá mun Farice fara fram á mikla verðhækkun á þjónustu sinni við íslensk símafyrirtæki frá og með október. Hins vegar munu gagnaver sem fyrirhugað er að reisa á landinu fá þjónustuna á betri kjörum.

Þetta telur Jóhannes fela í sér að almenningur niðurgreiði veru gagnaveranna á landinu. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við slíka mismunun.

„En númer eitt tvö og þrjú þá vil ég heyra mjög sterk rök fyrir því þegar einhver þrefaldar verðskrá hjá sér," segir hann og minnir á að Farice ehf. hefur einokunarstöðu á markaði. „Hvað hefur breyst svona mikið?" spyr hann og ætlast til þess að Póst- og fjarskiptastofnun fari gaumgæfilega yfir málið.


Tengdar fréttir

Gagnaver fá þjónustuna ódýrari en almenningur

Íslenskur almenningur mun þurfa að greiða umtalsvert meira en alþjóðleg gagnaver fyrir internettengingu við útlönd verði áform Farice ehf. að veruleika. Fréttastofa greindi frá því á föstudag að Farice ehf., sem rekur tvo stærstu sæstrengina sem tengja Ísland við umheiminn, stefni á að rukka Símann og Vodafone næstum þrefalt meira fyrir þjónustu sína frá og með október.

Stefnir í umtalsverða verðhækkun á internetþjónustu

Farice ehf. hefur boðað næstum þrefalda verðhækkun á þjónustu sinni, en fyrirtækið heldur úti tveimur af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtækisins við Símann og Vodafone rennur út í október. Eftir þann tíma fer fyrirtækið fram á téða verðhækkun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×