Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 11:44 "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. „Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira