Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 11:44 "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. „Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78. Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
„Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78.
Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira