„Sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 19:30 Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist ekki útiloka endurskoðun á niðurskurði framlaga til einstakra stofnana. Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag þar sem fyrirhugað er að skera framlög til stofnunarinnar niður um tæp 40 prósent í fjárlögum næsta árs. Heildarniðurskurður til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum ársins 2011 sem kynnt voru í gær nemur 6,2 milljörðum króna á raunvirði sé miðað við áætluð útgjöld til heilbrigðismála á árinu 2010. Harðast bitnar þessi niðurskurður í heilbrigðismálum á framlögum til einstakra stofnana. Hlutfallslega er niðurskurðurinn mestur í tilviki heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þar nemur niðurskurðurinn 39,8 prósentum. „Í rauninni þýðir þessi niðurskurður að sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af, heilsugæslan og öldrunarrými eru það eina sem stendur eftir. Annað hlýtur að þurfa að fara fram einhvers staðar annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón Helgi segir að stofnunin hafi fyrst fengið að vita af þessu fyrir tveimur dögum síðan. Hann segist ekki vita til þess að haft hafi verið samband við einn einasta starfsmann stofnunarinnar. „Mér finnst það út í hött. Ég geri ráð fyrir því að menn muni mótmæla þessu mjög harðlega, enda er þetta gríðarlegt áfall að þurfa að segja upp 60-70 manns á svona litlum stað." Niðurskurðurinn er einnig mikill í öðrum bæjarfélögum. Sauðkræklingar fá á sig 30 prósenta niðurskurð og framlög til heilbrigðisstofnunar Austurlands eru skorin niður um 22 prósent. Þá eru framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum skorin niður um 23,8 prósent. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segir að hugsanlega verði niðurskurður til einstakra stofnana endurskoðaður. „Þarna er ráðist inn á sjúkrasviðin á þessum stofnunum og það er ljóst að það kemur mjög illa við sumar stofnanir. Ég var nú ekki í því að semja þessar tölur í smáatriðum, ég kom of seint til þess, en ég hef áskilið mér rétt til að skoða þetta. Markmiðið er samt hið sama, við verðum að ná þessum niðurskurði með einhverjum hætti því ef við aukum skuldsetningu þjóðarbúsins þá drögum við bara ennþá meira saman í framhaldinu. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að ná árangri, en ég áskil mér rétt til að endurskoða þetta að einhverju leyti," segir Guðbjartur. Af öllum heilbrigðisstofnunum er hlutfallslega langminnst skorið niður í framlögum til heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er í þínu kjördæmi, er það tilviljun? „Það er allavega þannig að ég bjó ekki þær tölur til og kom hvergi nærri þeirri ákvörðun. Aftur á móti eru ákveðin rök fyrir því sem fyrrverandi ráðherra hafði sem að tengjast fyrst og fremst því að þarna er um að ræða nýja sameiningu þar sem hefur verið skorið mikið niður áður," segir Guðbjartur. Hann segir að einnig hafi verið horft til þess að hafa spítala með skurðstofum nálægt höfuðborgarsvæðinu ef upp kæmu aðstæður þar sem þrengdist um þar. Tengdar fréttir Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45 Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04 Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist ekki útiloka endurskoðun á niðurskurði framlaga til einstakra stofnana. Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag þar sem fyrirhugað er að skera framlög til stofnunarinnar niður um tæp 40 prósent í fjárlögum næsta árs. Heildarniðurskurður til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum ársins 2011 sem kynnt voru í gær nemur 6,2 milljörðum króna á raunvirði sé miðað við áætluð útgjöld til heilbrigðismála á árinu 2010. Harðast bitnar þessi niðurskurður í heilbrigðismálum á framlögum til einstakra stofnana. Hlutfallslega er niðurskurðurinn mestur í tilviki heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þar nemur niðurskurðurinn 39,8 prósentum. „Í rauninni þýðir þessi niðurskurður að sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af, heilsugæslan og öldrunarrými eru það eina sem stendur eftir. Annað hlýtur að þurfa að fara fram einhvers staðar annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón Helgi segir að stofnunin hafi fyrst fengið að vita af þessu fyrir tveimur dögum síðan. Hann segist ekki vita til þess að haft hafi verið samband við einn einasta starfsmann stofnunarinnar. „Mér finnst það út í hött. Ég geri ráð fyrir því að menn muni mótmæla þessu mjög harðlega, enda er þetta gríðarlegt áfall að þurfa að segja upp 60-70 manns á svona litlum stað." Niðurskurðurinn er einnig mikill í öðrum bæjarfélögum. Sauðkræklingar fá á sig 30 prósenta niðurskurð og framlög til heilbrigðisstofnunar Austurlands eru skorin niður um 22 prósent. Þá eru framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum skorin niður um 23,8 prósent. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segir að hugsanlega verði niðurskurður til einstakra stofnana endurskoðaður. „Þarna er ráðist inn á sjúkrasviðin á þessum stofnunum og það er ljóst að það kemur mjög illa við sumar stofnanir. Ég var nú ekki í því að semja þessar tölur í smáatriðum, ég kom of seint til þess, en ég hef áskilið mér rétt til að skoða þetta. Markmiðið er samt hið sama, við verðum að ná þessum niðurskurði með einhverjum hætti því ef við aukum skuldsetningu þjóðarbúsins þá drögum við bara ennþá meira saman í framhaldinu. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að ná árangri, en ég áskil mér rétt til að endurskoða þetta að einhverju leyti," segir Guðbjartur. Af öllum heilbrigðisstofnunum er hlutfallslega langminnst skorið niður í framlögum til heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er í þínu kjördæmi, er það tilviljun? „Það er allavega þannig að ég bjó ekki þær tölur til og kom hvergi nærri þeirri ákvörðun. Aftur á móti eru ákveðin rök fyrir því sem fyrrverandi ráðherra hafði sem að tengjast fyrst og fremst því að þarna er um að ræða nýja sameiningu þar sem hefur verið skorið mikið niður áður," segir Guðbjartur. Hann segir að einnig hafi verið horft til þess að hafa spítala með skurðstofum nálægt höfuðborgarsvæðinu ef upp kæmu aðstæður þar sem þrengdist um þar.
Tengdar fréttir Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45 Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04 Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45
Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04
Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45