„Sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 19:30 Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist ekki útiloka endurskoðun á niðurskurði framlaga til einstakra stofnana. Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag þar sem fyrirhugað er að skera framlög til stofnunarinnar niður um tæp 40 prósent í fjárlögum næsta árs. Heildarniðurskurður til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum ársins 2011 sem kynnt voru í gær nemur 6,2 milljörðum króna á raunvirði sé miðað við áætluð útgjöld til heilbrigðismála á árinu 2010. Harðast bitnar þessi niðurskurður í heilbrigðismálum á framlögum til einstakra stofnana. Hlutfallslega er niðurskurðurinn mestur í tilviki heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þar nemur niðurskurðurinn 39,8 prósentum. „Í rauninni þýðir þessi niðurskurður að sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af, heilsugæslan og öldrunarrými eru það eina sem stendur eftir. Annað hlýtur að þurfa að fara fram einhvers staðar annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón Helgi segir að stofnunin hafi fyrst fengið að vita af þessu fyrir tveimur dögum síðan. Hann segist ekki vita til þess að haft hafi verið samband við einn einasta starfsmann stofnunarinnar. „Mér finnst það út í hött. Ég geri ráð fyrir því að menn muni mótmæla þessu mjög harðlega, enda er þetta gríðarlegt áfall að þurfa að segja upp 60-70 manns á svona litlum stað." Niðurskurðurinn er einnig mikill í öðrum bæjarfélögum. Sauðkræklingar fá á sig 30 prósenta niðurskurð og framlög til heilbrigðisstofnunar Austurlands eru skorin niður um 22 prósent. Þá eru framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum skorin niður um 23,8 prósent. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segir að hugsanlega verði niðurskurður til einstakra stofnana endurskoðaður. „Þarna er ráðist inn á sjúkrasviðin á þessum stofnunum og það er ljóst að það kemur mjög illa við sumar stofnanir. Ég var nú ekki í því að semja þessar tölur í smáatriðum, ég kom of seint til þess, en ég hef áskilið mér rétt til að skoða þetta. Markmiðið er samt hið sama, við verðum að ná þessum niðurskurði með einhverjum hætti því ef við aukum skuldsetningu þjóðarbúsins þá drögum við bara ennþá meira saman í framhaldinu. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að ná árangri, en ég áskil mér rétt til að endurskoða þetta að einhverju leyti," segir Guðbjartur. Af öllum heilbrigðisstofnunum er hlutfallslega langminnst skorið niður í framlögum til heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er í þínu kjördæmi, er það tilviljun? „Það er allavega þannig að ég bjó ekki þær tölur til og kom hvergi nærri þeirri ákvörðun. Aftur á móti eru ákveðin rök fyrir því sem fyrrverandi ráðherra hafði sem að tengjast fyrst og fremst því að þarna er um að ræða nýja sameiningu þar sem hefur verið skorið mikið niður áður," segir Guðbjartur. Hann segir að einnig hafi verið horft til þess að hafa spítala með skurðstofum nálægt höfuðborgarsvæðinu ef upp kæmu aðstæður þar sem þrengdist um þar. Tengdar fréttir Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45 Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04 Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist ekki útiloka endurskoðun á niðurskurði framlaga til einstakra stofnana. Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag þar sem fyrirhugað er að skera framlög til stofnunarinnar niður um tæp 40 prósent í fjárlögum næsta árs. Heildarniðurskurður til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum ársins 2011 sem kynnt voru í gær nemur 6,2 milljörðum króna á raunvirði sé miðað við áætluð útgjöld til heilbrigðismála á árinu 2010. Harðast bitnar þessi niðurskurður í heilbrigðismálum á framlögum til einstakra stofnana. Hlutfallslega er niðurskurðurinn mestur í tilviki heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þar nemur niðurskurðurinn 39,8 prósentum. „Í rauninni þýðir þessi niðurskurður að sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af, heilsugæslan og öldrunarrými eru það eina sem stendur eftir. Annað hlýtur að þurfa að fara fram einhvers staðar annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón Helgi segir að stofnunin hafi fyrst fengið að vita af þessu fyrir tveimur dögum síðan. Hann segist ekki vita til þess að haft hafi verið samband við einn einasta starfsmann stofnunarinnar. „Mér finnst það út í hött. Ég geri ráð fyrir því að menn muni mótmæla þessu mjög harðlega, enda er þetta gríðarlegt áfall að þurfa að segja upp 60-70 manns á svona litlum stað." Niðurskurðurinn er einnig mikill í öðrum bæjarfélögum. Sauðkræklingar fá á sig 30 prósenta niðurskurð og framlög til heilbrigðisstofnunar Austurlands eru skorin niður um 22 prósent. Þá eru framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum skorin niður um 23,8 prósent. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segir að hugsanlega verði niðurskurður til einstakra stofnana endurskoðaður. „Þarna er ráðist inn á sjúkrasviðin á þessum stofnunum og það er ljóst að það kemur mjög illa við sumar stofnanir. Ég var nú ekki í því að semja þessar tölur í smáatriðum, ég kom of seint til þess, en ég hef áskilið mér rétt til að skoða þetta. Markmiðið er samt hið sama, við verðum að ná þessum niðurskurði með einhverjum hætti því ef við aukum skuldsetningu þjóðarbúsins þá drögum við bara ennþá meira saman í framhaldinu. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að ná árangri, en ég áskil mér rétt til að endurskoða þetta að einhverju leyti," segir Guðbjartur. Af öllum heilbrigðisstofnunum er hlutfallslega langminnst skorið niður í framlögum til heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er í þínu kjördæmi, er það tilviljun? „Það er allavega þannig að ég bjó ekki þær tölur til og kom hvergi nærri þeirri ákvörðun. Aftur á móti eru ákveðin rök fyrir því sem fyrrverandi ráðherra hafði sem að tengjast fyrst og fremst því að þarna er um að ræða nýja sameiningu þar sem hefur verið skorið mikið niður áður," segir Guðbjartur. Hann segir að einnig hafi verið horft til þess að hafa spítala með skurðstofum nálægt höfuðborgarsvæðinu ef upp kæmu aðstæður þar sem þrengdist um þar.
Tengdar fréttir Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45 Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04 Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45
Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04
Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45