„Snúa sannleikanum á hvolf með fantasíum sem renna auðveldlega ofan í lesandann“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2016 10:08 Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Vísir „Það getur verið erfitt fyrir okkur hin sem höfum ekki fengið þessa náðargáfu í vöggugjöf, þ.e.a.s. ritsnilldina, að glíma við þá sem eru svo lagnir með pennann,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskip, um rithöfundinn Guðmund Andra Thorsson. Grein Guðmundar Andra, Af-lands-plánun, var birt í Fréttablaðinu í gær þar sem hann bar saman þá bankamenn sem hafa hlotið dóma vegna viðskiptagjörninga fyrir hrun við útilegumenn úr Íslendingasögunum. Guðmundur Andri sagði það vera nokkuð vel af sér vikið hjá þessum bankamönnum að vera enn á meðal óvinsælustu mönnum þjóðar sem alla jafna dáir útilegumennina úr Íslendingasögunum. Telur þá eiga erfitt með að komast úr hlutverki skúrksins Sagði Guðmundur Andri að þessir bankamenn geti ekki vænst þess að komast úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan þeir eru „uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi.“Ólafur Ólafsson fjárfestir.Ingibjörg er ekki sátt við þessi skrif en maðurinn hennar, Ólafur Ólafsson, er á meðal þessara dæmdu bankamanna. Hún segir Guðmund Andra vera ágætan penna og eiga það til að vera beinskeyttur. Segir Guðmund Andra hafa dottið ofan í gremjufen Hún segir Guðmund Andra hafa framan af lagt sig fram við að fá lesendur til að horfa fram á veginn og ná sér upp úr feni reiði og gremju. „En í grein sinni í Fréttablaðinu í gærmorgun datt Guðmundur sjálfur rækileg ofan í sama gremjufenið og þeir sem hann hefur svo föðurlega talað til... sem stjórnast af reiði, hneykslan, sleggjudómum og öfund,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í dag. Hún kallar Guðmund Andra „leigupenna“ og að þeir sem ekki fæddust með ritsnilldina eigi ekki roð í þá sem eru svo lagnir við „að snúa sannleikanum á hvolf með fantasíum sem renna auðveldlega ofan í lesandann.“Segir Ólaf hafa tekið þátt í skuldauppgjöri Hún segist gjarna vilja taka pólitíska og jafnvel heimspekilega umræðu um ýmislegt sem kemur fram í grein Guðmundar Andra en það verði að bíða betri tíma. Hún tekur þó fyrir eitt atriði sem hún segir vera augljós ósannindi. „Guðmundur Andri heldur því fram að Ólafur hafi fengið 64 milljarða afskrifaða af skuldum sínum eftir fall Kaupþings 2008. Ekki veit ég hvaðan pistlahöfundur hefur þessar upplýsingar, en gef mér það að hann hafi ekki skáldað þær upp sjálfur heldur tekið þær úr einhverjum álíka „áreiðanlegum” pistli og hans eigin,“ skrifar Ingibjörg. Árið 2011 var greint frá því að fjárfestingafélag í eigu Ólafs Ólafssonar, Kjalar, hefði ekki þurft að greiða Arion banka 64 milljarða af skuldum félagsins eftir að samningar tókust milli Kjalars og Arion. Kom fram í fréttum að Kjalar skuldaði Arion banka 77 milljarða króna en félagið taldi sig á móti eiga 115 milljarða króna kröfu á bankann vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru við Kaupþing fyrir hrun árið 2008. Fékk Arion Banki þriðjungseignarhlut í útgerðarfélaginu HB Granda sem Kjalar átti, upp í skuldina en andvirði þess hlutar nam á þeim tíma 13,5 milljörðum króna. Telur þetta sett fram til að meiða „Það er augljóst að þessar staðhæfingar og tölur eru settar fram til þess eins að meiða og halda þeirri kenningu á lofti að Ólafur hafi fengið allar sínar skuldir afskrifaðar,“ segir Ingibjörg um skrif Guðmundar Andra. „Ég þarf ekki að taka það fram að skuldauppgjör annars vegar og afskriftir hins vegar eru tvö ólík hugtök og eiga ekkert sameiginlegt.“ Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tekist á um tukthúsvist hvítflibbaglæpamanna Lög um fullnustu refsinga hafa verið á allra vörum að undanförnu. Hvaðan kemur stefnan sem tekin er með lögunum? 27. maí 2016 16:45 Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Ingibjörg Kristjánsdóttir þakkar Magnúsi Guðmundssyni fyrir frábært líkamlegt form Ólafs Ólafssonar. 24. maí 2016 12:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Það getur verið erfitt fyrir okkur hin sem höfum ekki fengið þessa náðargáfu í vöggugjöf, þ.e.a.s. ritsnilldina, að glíma við þá sem eru svo lagnir með pennann,“ skrifar Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar í Samskip, um rithöfundinn Guðmund Andra Thorsson. Grein Guðmundar Andra, Af-lands-plánun, var birt í Fréttablaðinu í gær þar sem hann bar saman þá bankamenn sem hafa hlotið dóma vegna viðskiptagjörninga fyrir hrun við útilegumenn úr Íslendingasögunum. Guðmundur Andri sagði það vera nokkuð vel af sér vikið hjá þessum bankamönnum að vera enn á meðal óvinsælustu mönnum þjóðar sem alla jafna dáir útilegumennina úr Íslendingasögunum. Telur þá eiga erfitt með að komast úr hlutverki skúrksins Sagði Guðmundur Andri að þessir bankamenn geti ekki vænst þess að komast úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan þeir eru „uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi.“Ólafur Ólafsson fjárfestir.Ingibjörg er ekki sátt við þessi skrif en maðurinn hennar, Ólafur Ólafsson, er á meðal þessara dæmdu bankamanna. Hún segir Guðmund Andra vera ágætan penna og eiga það til að vera beinskeyttur. Segir Guðmund Andra hafa dottið ofan í gremjufen Hún segir Guðmund Andra hafa framan af lagt sig fram við að fá lesendur til að horfa fram á veginn og ná sér upp úr feni reiði og gremju. „En í grein sinni í Fréttablaðinu í gærmorgun datt Guðmundur sjálfur rækileg ofan í sama gremjufenið og þeir sem hann hefur svo föðurlega talað til... sem stjórnast af reiði, hneykslan, sleggjudómum og öfund,“ skrifar Ingibjörg á Facebook í dag. Hún kallar Guðmund Andra „leigupenna“ og að þeir sem ekki fæddust með ritsnilldina eigi ekki roð í þá sem eru svo lagnir við „að snúa sannleikanum á hvolf með fantasíum sem renna auðveldlega ofan í lesandann.“Segir Ólaf hafa tekið þátt í skuldauppgjöri Hún segist gjarna vilja taka pólitíska og jafnvel heimspekilega umræðu um ýmislegt sem kemur fram í grein Guðmundar Andra en það verði að bíða betri tíma. Hún tekur þó fyrir eitt atriði sem hún segir vera augljós ósannindi. „Guðmundur Andri heldur því fram að Ólafur hafi fengið 64 milljarða afskrifaða af skuldum sínum eftir fall Kaupþings 2008. Ekki veit ég hvaðan pistlahöfundur hefur þessar upplýsingar, en gef mér það að hann hafi ekki skáldað þær upp sjálfur heldur tekið þær úr einhverjum álíka „áreiðanlegum” pistli og hans eigin,“ skrifar Ingibjörg. Árið 2011 var greint frá því að fjárfestingafélag í eigu Ólafs Ólafssonar, Kjalar, hefði ekki þurft að greiða Arion banka 64 milljarða af skuldum félagsins eftir að samningar tókust milli Kjalars og Arion. Kom fram í fréttum að Kjalar skuldaði Arion banka 77 milljarða króna en félagið taldi sig á móti eiga 115 milljarða króna kröfu á bankann vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem gerðir voru við Kaupþing fyrir hrun árið 2008. Fékk Arion Banki þriðjungseignarhlut í útgerðarfélaginu HB Granda sem Kjalar átti, upp í skuldina en andvirði þess hlutar nam á þeim tíma 13,5 milljörðum króna. Telur þetta sett fram til að meiða „Það er augljóst að þessar staðhæfingar og tölur eru settar fram til þess eins að meiða og halda þeirri kenningu á lofti að Ólafur hafi fengið allar sínar skuldir afskrifaðar,“ segir Ingibjörg um skrif Guðmundar Andra. „Ég þarf ekki að taka það fram að skuldauppgjör annars vegar og afskriftir hins vegar eru tvö ólík hugtök og eiga ekkert sameiginlegt.“
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Tekist á um tukthúsvist hvítflibbaglæpamanna Lög um fullnustu refsinga hafa verið á allra vörum að undanförnu. Hvaðan kemur stefnan sem tekin er með lögunum? 27. maí 2016 16:45 Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Ingibjörg Kristjánsdóttir þakkar Magnúsi Guðmundssyni fyrir frábært líkamlegt form Ólafs Ólafssonar. 24. maí 2016 12:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Fréttaskýring: Tekist á um tukthúsvist hvítflibbaglæpamanna Lög um fullnustu refsinga hafa verið á allra vörum að undanförnu. Hvaðan kemur stefnan sem tekin er með lögunum? 27. maí 2016 16:45
Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“ Ingibjörg Kristjánsdóttir þakkar Magnúsi Guðmundssyni fyrir frábært líkamlegt form Ólafs Ólafssonar. 24. maí 2016 12:31