"Stundum sökuð um að vera ekki há í loftinu“ 23. febrúar 2013 17:08 Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag. „Það kann að vera að ég sé ekki hinn dæmigerði karl í krapinu. Sem betur fer segi ég og vonandi eru fleiri sammála. Ég hef stundum verið sökuð um að vera skrautleg, sökuð um að brosa of mikið, sökuð um að vera ekki há í loftinu, sökuð um að vera ekki nógu róttæk og sökuð um að hrópa ekki nógu hátt. Af þessu er það satt að það eru margir hærri en ég, en ég er reiðubúin til að gera mitt í samvinnu við aðra til að reyna að efla traust á stjórnmálum, til að vinna með fólki og já ég hef sýnt það í verki að ég er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði því að við erum ekki aðeins dæmd af hugsjónum okkar heldur líka þeim málamiðlunum sem við gerum og því hvort þær skila okkur áfram veginn – nær markmiðinu um samfélag jöfnuðar og sjálfbærni, samfélag sem er fyrir fólkið í landinu en ekki aðeins markaður lögaðila sem skipt hafa kökunni á milli sín," sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni. Þá nýtti hún tækifærið og þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans starf sem formaður flokksins undanfarin fjórtán ár. „Ég tek við keflinu af öflugum samherja og góðum vini sem ég virði af öllum hans góðu verkum fyrir málstaðinn. Steingrímur, ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru þegar ég þakka forystuna og hlakka til framhaldsins hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti líður. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er rúta!" Katrín kom inná vinnu ríkisstjórns frá hruninu haustið 2008. Þar benti hún á kröftugan vöxt í landsframleiðslu, betri stöðu ríkisstjóðs og hvernig tekist hefði að halda aftur af atvinnuleysi. „Ég ætla hins vegar ekki að standa hér og segja að okkur hafi tekist að ná hinu endanlega markmiði, að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag þar sem lífsgæðum er skipt með réttlátum og jöfnum hætti. Þannig er staðan einfaldlega ekki. Ég ætla ekki heldur að standa hér og eigna okkur Vinstri grænum einum þann árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á undanförnum árum. Þetta er hins vegar allt að koma og það sem mest er um vert er að okkur hefði ekki tekist þetta nema vegna þess að við gerðum þetta saman," sagði Katrín og vísaði til allra Íslendinga sem komið hefðu að myndun samfélags hér á Íslandi. Ræðu Katrínar í heild sinni má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag. „Það kann að vera að ég sé ekki hinn dæmigerði karl í krapinu. Sem betur fer segi ég og vonandi eru fleiri sammála. Ég hef stundum verið sökuð um að vera skrautleg, sökuð um að brosa of mikið, sökuð um að vera ekki há í loftinu, sökuð um að vera ekki nógu róttæk og sökuð um að hrópa ekki nógu hátt. Af þessu er það satt að það eru margir hærri en ég, en ég er reiðubúin til að gera mitt í samvinnu við aðra til að reyna að efla traust á stjórnmálum, til að vinna með fólki og já ég hef sýnt það í verki að ég er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði því að við erum ekki aðeins dæmd af hugsjónum okkar heldur líka þeim málamiðlunum sem við gerum og því hvort þær skila okkur áfram veginn – nær markmiðinu um samfélag jöfnuðar og sjálfbærni, samfélag sem er fyrir fólkið í landinu en ekki aðeins markaður lögaðila sem skipt hafa kökunni á milli sín," sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni. Þá nýtti hún tækifærið og þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans starf sem formaður flokksins undanfarin fjórtán ár. „Ég tek við keflinu af öflugum samherja og góðum vini sem ég virði af öllum hans góðu verkum fyrir málstaðinn. Steingrímur, ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru þegar ég þakka forystuna og hlakka til framhaldsins hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti líður. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er rúta!" Katrín kom inná vinnu ríkisstjórns frá hruninu haustið 2008. Þar benti hún á kröftugan vöxt í landsframleiðslu, betri stöðu ríkisstjóðs og hvernig tekist hefði að halda aftur af atvinnuleysi. „Ég ætla hins vegar ekki að standa hér og segja að okkur hafi tekist að ná hinu endanlega markmiði, að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag þar sem lífsgæðum er skipt með réttlátum og jöfnum hætti. Þannig er staðan einfaldlega ekki. Ég ætla ekki heldur að standa hér og eigna okkur Vinstri grænum einum þann árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á undanförnum árum. Þetta er hins vegar allt að koma og það sem mest er um vert er að okkur hefði ekki tekist þetta nema vegna þess að við gerðum þetta saman," sagði Katrín og vísaði til allra Íslendinga sem komið hefðu að myndun samfélags hér á Íslandi. Ræðu Katrínar í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41