„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 10:36 Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Vísir „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48