"Tek Helga Hjörvar með mér í fríið næst“ Hjörtur Hjartarson skrifar 21. október 2013 19:00 Vinnan við lausn á skuldavanda heimilanna er á áætlun, segir forsætisráðherra. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni tefja málið í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á Alþingi í síðustu viku að hann væri ekki vongóður um að vænta mætti aðgerða vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Tvær nefndir vinna nú að tillögum um málið og eiga þær að skila þeim af sér í næsta mánuði. Þær verða í kjölfarið teknar til meðferðar hjá þinginu. „Bjarni var, fannst mér, fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það er í sjálfu sér eðlilegar áhyggjur miðað við hvernig stjórnarandstaðan hefur talað, í það minnsta hluti hennar. Vonandi eru þessar áhyggjur ekki réttmætar, vonandi vinnur stjórnarandstaðan bara með okkur að því að koma þessu sem hraðast í gegn," segir Sigmundur Davíð. Þið gangið semsagt ennþá í takt, þú og Bjarni? „Jájá, enda er þetta skýrt útlistað í stjórnarsáttmálanum og engin ástæða til að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum."Helgi Hjörvar, þingmaður SamfylkingarinnarSigmundur viðurkennir að hann finni fyrir óþreyju á meðal almennings sem beðið hefur eftir tillögum um hvernig eigi að leysa skuldavanda heimilanna. „Já, auðvitað finnur maður fyrir því. En þá er mikilvægt að hafa í huga að þetta ferli sem er í gangi núna er í samræmi við það sem var rætt fyrir kosningar en ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Það vakti athygli í síðustu viku þegar Sigmundur var fjarverandi frá Alþingi og sköpuðust um það töluverðar umræður. Meðal annars gagnrýndi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar forsætisráðherrann harðlega fyrir að vera ekki viðstaddur í óundirbúnum fyrirspurnartíma. En hvar var Sigmundur? „Þetta var svolítið skrýtið. Fyrrverandi forsætisráðherra hvarf nú oft langtímum saman án þess að við værum mikið að fara á taugum út af því. Ég tók mér fimm daga frí, fyrsta alvöru fríið frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Eftir að hafa fengið að vera í nokkra daga í fríi með konunni minni og barninu mínu sem er að verða tveggja ára get ég fullyrt að ég fer aftur í frí á næsta ári. Ef Helgi Hjörvar er ósáttur við það má hann bara koma með mér í fríið,“ segir Sigmundur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Vinnan við lausn á skuldavanda heimilanna er á áætlun, segir forsætisráðherra. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því að stjórnarandstaðan muni tefja málið í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á Alþingi í síðustu viku að hann væri ekki vongóður um að vænta mætti aðgerða vegna skuldavanda heimilanna fyrir áramót. Tvær nefndir vinna nú að tillögum um málið og eiga þær að skila þeim af sér í næsta mánuði. Þær verða í kjölfarið teknar til meðferðar hjá þinginu. „Bjarni var, fannst mér, fyrst og fremst að lýsa áhyggjum af því að það gæti tekið tíma að koma þessu í gegnum þingið og það er í sjálfu sér eðlilegar áhyggjur miðað við hvernig stjórnarandstaðan hefur talað, í það minnsta hluti hennar. Vonandi eru þessar áhyggjur ekki réttmætar, vonandi vinnur stjórnarandstaðan bara með okkur að því að koma þessu sem hraðast í gegn," segir Sigmundur Davíð. Þið gangið semsagt ennþá í takt, þú og Bjarni? „Jájá, enda er þetta skýrt útlistað í stjórnarsáttmálanum og engin ástæða til að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmálanum."Helgi Hjörvar, þingmaður SamfylkingarinnarSigmundur viðurkennir að hann finni fyrir óþreyju á meðal almennings sem beðið hefur eftir tillögum um hvernig eigi að leysa skuldavanda heimilanna. „Já, auðvitað finnur maður fyrir því. En þá er mikilvægt að hafa í huga að þetta ferli sem er í gangi núna er í samræmi við það sem var rætt fyrir kosningar en ég er bjartsýnn á framhaldið.“ Það vakti athygli í síðustu viku þegar Sigmundur var fjarverandi frá Alþingi og sköpuðust um það töluverðar umræður. Meðal annars gagnrýndi Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar forsætisráðherrann harðlega fyrir að vera ekki viðstaddur í óundirbúnum fyrirspurnartíma. En hvar var Sigmundur? „Þetta var svolítið skrýtið. Fyrrverandi forsætisráðherra hvarf nú oft langtímum saman án þess að við værum mikið að fara á taugum út af því. Ég tók mér fimm daga frí, fyrsta alvöru fríið frá því að ég byrjaði í stjórnmálum. Eftir að hafa fengið að vera í nokkra daga í fríi með konunni minni og barninu mínu sem er að verða tveggja ára get ég fullyrt að ég fer aftur í frí á næsta ári. Ef Helgi Hjörvar er ósáttur við það má hann bara koma með mér í fríið,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira