„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 19:34 Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. visir/vilhelm „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi. Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
„Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi.
Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Sjá meira
Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29
Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11
Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00