"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2014 18:29 Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira