"Þessi bekkur er óheppilegur" Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júlí 2013 14:52 Óttar M. Norðfjörð er ekki sáttur við það hvernig Snorri Magnússon brást við atvikinu. MYND/FACEBOOK Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum
Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Sjá meira