"Þessi bekkur er óheppilegur" Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júlí 2013 14:52 Óttar M. Norðfjörð er ekki sáttur við það hvernig Snorri Magnússon brást við atvikinu. MYND/FACEBOOK Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Óttar M. Norðfjörð, rithöfundur, setti mynd af sér á Facebook í gær þar sem hann situr á frægasta bekk landsins um þessar mundir með blað sem á stendur „Ég er óheppilegur." Hann segir um pólitíska ádeilulist að ræða. „Fyrst sá ég þetta myndband eins og allir á Íslandi. Það var svona full harkalegt og greinilegt að stelpan hafði eitthvað verið að ögra en samt fannst manni eins og lögreglumaðurinn hefði gengið fullt hart fram miðað við aðstæður."Hugtakið vakti hann til umhugsunar Afstaða Óttars hafi síðan breyst þegar hann fór að hugsa málið betur, og sérstaklega þegar Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna sagði í fréttum Stöðvar 2 að „vissulega er það óheppilegt að þessi bekkur skuli vera þarna á Laugaveginum og fyrir vikið lítur atvikið verr út en ella." Við þessu segir Óttar: „Síðan kemur hann og réttlætir þetta bara og segir að lögreglumaðurinn hafi fylgt bókinni. Hann nálgaðist þetta mjög tæknilega og síðan notaði hann þetta orð "óheppilegt" og það vakti mig til umhugsunar. Mér fannst einhvernveginn eins og verið væri að taka eitthvað hugtak og reyna að réttlæta ofbeldi, eða einhverskonar óhóflega notkun á valdi með þessu hugtaki „óheppilegt." Mér fannst svolítið svona eins og hann væri að forðast að viðurkenna eitthvað, bara með því að vísa í þessar norsku aðferðir. Síðan daginn eftir kom Jón Viðar Arnþórsson sem er yfir Mjölni og gagnrýndi sjálfar aðferðirnar sem er verið að nota. Hann sýndi bara mjög vel hætturnar sem hann hafði veriða að benda á áður, þar sem manneskja er togið niður í stað þess að koma aftan að henni og grípa hana niður. Ég þekki aðeins til af því að ég æfði Jiu Jitsu á sínum Tíma," segir hann.Hægt að réttlæta allt með orðinu óheppilegt „Síðan ef maður horfir aftur á myndbandið sér maður hvað það er stórhættulegt sem lögreglumaðurinn er að gera. Maðurinn er kannski 100 kíló, hreinn vöðvamassi, að rífa í 50 kílóa stelpu sem er drauðadrukkin í þokkabót. Hann er bara heppinn, hinn óheppilegi bekkur hefði getað verið ögn verr staðsettur og hún hefði getað lent með hausinn á járninu. Hún hefði bara fengið opið höfuðkúpubrot. Hún hefði getað lent miklu verr á hinum óheppilega bekk," bætir hann við. Óttar segir notkun orðsins óheppilegt í þessu samhengi mjög vafasamt. „Ef þú ætlar að hanga á þessu orði óheppilegt getur þú næstum því réttlætt allt í heiminum með því að vísa í orðið óheppilegt. Þú getur tekið byssu og skotið á einhvern og sagt já það var að óheppilegt að ég hitti hann í gjartað. Þetta er samt kannski pínu öfgafullt dæmi. Þú getur réttlætt hvað sem er með orðinu óheppilegt." Óttar tekur annað dæmi og segir þá: „Það er óheppilegt að hausinn á honum skyldi vera akkurat fyrir framan hnefann á mér," ef ske kynni að maður þyrfti að svara fyrir að hafa kýlt einhvern. „Ég lít á mig sem listamann og ég lít á þessa ljósmynd sem pólitíska ádeilulist. Annars hefði ég ekki tekið hana og deilt henni með fólki," segir Óttar að lokum
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira