Innlent

"Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í"

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og ritstjóri, skrifar fasta vikulega pistla í helgarblað Fréttablaðsins.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og ritstjóri, skrifar fasta vikulega pistla í helgarblað Fréttablaðsins.
Forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna höfðu forystu um að samkomulag um Icesave var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu ESB að málarekstri fyrir EFTA-dómstólnum. „Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í," segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri.

Þorsteinn fer yfir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að stefna sér inn í málarekstur ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.

Stundum er hyggilegra að semja

Þorsteinn segir meðal annars: „Að sönnu er ekki sjálfgefið að smáþjóðir vinni öll mál fyrir dómstólum. Stundum er því hyggilegra að semja. Einmitt það sjónarmið réði mestu um að ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn sameinuðust um síðustu úgáfu af Icesave-samningnum. Þessi breiði meirihluti á Alþingi taldi hagsmuni Íslands betur varða í tvíhliða samningi við Breta og Hollendinga. Á hitt borðið réru forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna. Þau höfðu forystu um að það samkomulag var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Þorsteinn. Hann segir að þessi ákvörðun hafi opnað fyrir aðkomu Evrópusambandsins.

„Það var skýrt og vel upplýst val. Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í. Þjóðaratkvæðagreiðslan leysti ekki Icesave-deiluna. Hún flutti hana aðeins úr farvegi tvíhliða samninga og opnaði þar með leiðina að EFTA-dómstólnum," segir Þorsteinn. Sjá pistil Þorsteins í heild sinni hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×