Innlent

"Þetta er sameining, ekki yfirtaka“

Álftanes
Álftanes mynd/GVA
Um næstu helgi, 20. október, verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabær, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag en þar ræddi hann við þáttastjórnendur um kosninguna og framtíð bæjarfélaganna.

„Þetta er sameining tveggja sveitarfélaga, ekki yfirtaka," sagði Gunnar.

Fjárhagsstaða Álftaness er hreint ekki góð og hefur sveitarfélagið þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Gunnar segir stöðu mála þar á bæ ekki varpa skugga á kosningarnar.

Þá segir Gunnar að sameiningin verði ekki íþyngjandi fyrir íbúa Garðabæjar.

„Við reiknum með því að álögur á íbúa Garðabæjar og íbúa þessa sameinaða sveitarfélags verði óbreyttar. Auk þess verður þjónusta sú sama. Á móti þessum skuldum eru eignir," segir Gunnar og bætir við: „Þetta eru um 130 þúsund krónur sem bætast á hvern íbúa Garðabæjar. Þannig eru heildarskuldirnar um 1.8 milljarðar."

Hann bendir á að sameinað sveitarfélag Garðabæjar og Álftaness skili í kringum átta milljörðum í tekjur.

„Þannig að íbúar Garðabæjar munu aldrei finna fyrir þessu," segir Gunnar.

Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Gunnar hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×