„Þetta mistókst, sem betur fer.“ 14. desember 2010 08:00 Taimour Abdulwahab. „Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp," segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer." Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásarmanninn lífið, en tveir vegfarendur særðust. Lindstrand segir að sprengjumaðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið-Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undanfarin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvupósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð". „Hann var vel búinn sprengjuefnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmiðstöðina," sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur". Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð múslima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vinalegan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði - þá voru um hundrað manns komnir þar saman - stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðjuverkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur," sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bárust sænsku lögreglunni og sjónvarpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboðunum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hersins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
„Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp," segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer." Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásarmanninn lífið, en tveir vegfarendur særðust. Lindstrand segir að sprengjumaðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið-Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undanfarin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvupósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð". „Hann var vel búinn sprengjuefnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmiðstöðina," sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur". Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð múslima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vinalegan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði - þá voru um hundrað manns komnir þar saman - stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðjuverkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur," sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bárust sænsku lögreglunni og sjónvarpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboðunum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hersins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira