Lífið

„Þú veist þú færð ekkert að ríða fyrr en hárið þitt verður aftur sítt“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að margar athugasemdirnar vekji athygli enda í mörgum tilfellum um reynslusögur íslenskra kvenna að ræða.
Óhætt er að segja að margar athugasemdirnar vekji athygli enda í mörgum tilfellum um reynslusögur íslenskra kvenna að ræða. Vísir/Getty
Óhætt er að segja að færslur undir merkinu #6dagsleikinn hafi verið áberandi á Twitter í dag og eru enn. Þar tjá íslenskar konur sig um hversdagslegt misrétti. Um afrakstur málþings kynjafræðinema í framhaldsskólum er að ræða þar sem boðið var upp á ellefu málsstofur. Málþingið fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.

„Þessi hugmynd kviknaði og eftir lýðræðislega kosningu varð #6dagsleikinn fyrir valinu. Þetta minnir aðeins á EverydaySexism sem hefur verið til erlendis,“ sagði blaðamaðurinn og femínistinn María Lilja Þrastardóttir í samtali við Vísi. María Lilja leiddi eina af ellefu málstofum sem framhaldsskólanemunum stóð til boða.

„Í stað þess að flyta hefðbundinn fyrirlestur ákváðum við að reyna að gera eitthvað rótækt sem myndi lifa áfram.“

Óhætt er að segja að margar athugasemdirnar vekji athygli enda í mörgum tilfellum um reynslusögur íslenskra kvenna að ræða. Kennir þar ýmissa grasa eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.