„Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2014 09:00 Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, á í reglulegum samskiptum við tollinn sem að hans sögn eru oft frekar fyndin. Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds. Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að honum hefði ekki tekist að leysa málverk úr tollinum sem hann hefði fengið að gjöf frá vini sínum. Það vantaði nefnilega reikninginn fyrir gjöfinni. „Ég fæ málverkið um leið og ég er búinn að senda einhvers konar reikning sem er ekki til,“ segir Ólafur léttur í bragði og virðist ekki mikið kippa sér upp við að málverkið sé í gíslingu tollsins; hann hafi nokkuð oft lent í þessu. „Ég var nú aðallega bara að benda á það að svona abstrakt hlutir eins og listaverk passa ekkert voðalega vel inn í Excel-skjöl og maður á að gefa upp verð hjá tollinum. Hvernig metur maður gjöf sem er listaverk og hefur aldrei verið selt, er bara málning á striga?“ Ólafur útskýrir að tollurinn leysi ekki út svona hluti nema að að sjá hvað þeir kosta. Það sé meðal annars vegna þess að gjöf sem send er til Íslands má ekki kosta meira en 13.500 krónur. Aðspurður hvort hann sé kominn með reikninginn fyrir málverkinu segir hann svo ekki vera: „Ég næ ekki vin minn, hann er í fríi, og ég er bara að bíða eftir að hann skrifi eitthvað bréf þar sem kemur fram að þetta sé svo sannarlega gjöf. Það er auðvitað á vissan hátt ekkert óeðlilegt, það er bara svolítið fyndið að vera að verðleggja málverk sem aldrei hefur verið selt. Tollurinn er bara að segja okkur að falsa reikning sem er einfaldlega eina leiðin til að losa málverkið úr tollinum.“ Ólafur segist eiga í samskiptum við tollverði nokkuð reglulega, meðal annars þegar hann fái safndiska að gjöf með hans eigin tónlist, en þá fær hann jafnan beiðni um að senda reikning til tollsins fyrir diskunum. „Þessi samskipti við tollinn eru reyndar bara oft ansi fyndin. Einu sinni var ég til dæmis hálftíma í símanum við eina konu að útskýra fyrir henni hvernig formagnarar virka. Hún vissi nefnilega ekki í hvaða tollflokk hún ætti að setja þetta og var að spyrja mig hvernig snúra færi í þetta og svona,“ segir hann. Sagan af málverkinu sem hann er ekki enn kominn með í hendurnar sé því bara enn ein fyndin saga af samskiptum hans við tollinn. Post by Óli Arnalds.
Tengdar fréttir Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Íslendingar búsettir erlendis mega ekki koma með tollfrjálsan varning Allt aðrar reglur gilda um þá en Íslendinga sem fara sem ferðamenn til útlanda. 3. desember 2014 12:11