"Útivistarreglur“ barna og unglinga á netinu Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar