"Viagra er orðið partílyf“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. apríl 2014 15:46 Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Það er að færast í aukana að unglingspiltar - og í raun karlmenn yfirhöfuð – noti stinningarlyf á djamminu,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur. Viagra og samheitalyfið Kamagra eru að sögn hennar orðin partílyf hjá framhaldsskólanemum – bæði drengjum og stúlkum, sem sæki jafnvel fyrirmyndir í persónur gamþáttarins Sex and the City sem hafa notað lyfið með að því er virðist jákvæðum afleiðingum. Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. „Spurðu hvaða framhaldsskólanema sem er, það hafa allir heyrt um Kamagra. Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það,“ segir Sigga Dögg. Hún segir þetta varhugaverða þróun, stinningarlyf hafi aukaverkanir og ekki eigi að drekka áfengi samhliða því að taka lyfin - og setur spurningamerki við tilgang þess.Salan margfaldast Sala á stinningarlyfinu Viagra hefur margfaldast á undanförnum árum. Árið 2009 voru rúmlega 82 þúsund skammtar af lyfinu seldir. Í fyrra, fjórum árum seinna, seldust rúmlega 180 þúsund skammtar; 120 prósenta aukning. Sala á Viagra á Íslandi er sambærileg tölum frá Danmörku. Salan, sé miðað við höfðatölu, er mjög lík hér og í Danmörku.Sigga Dögg.Halda að lyfið geri þær graðari Sigga Dögg segir þetta vera orðið vandamál. „Já, ég hef margoft heyrt framhaldsskólanema tala um að þeir eigi í vandræðum með að ná honum upp eftir djammið og þá séu stinningarlyf svarið. Þeim finnst það eftirsóknarvert að vera með holdris í lengri, lengri tíma. Svo hafa stelpur líka verið að prófa þetta. Einhverjar hafa talað um Viagra geti gert þær graðari eða næmari, eða bætt fullnæginu þeirra.“ Í því samhengi bendir Sigga Dögg á að í hinum vinsæla gamanþætti Sex and the City sé taki ein aðalpersónan, hin geðþekka Samantha, Viagra með þeim afleiðingum að fullnæging hennar verður afar tilþrifamikil. „Já, Sex and the City gerði þetta ódauðlegt. Stúlkum þykir þetta orðið sport. Það eru til bleikar töflur sem þær taka.“ Hér að neðan má sjá atriðið úr Sex and the City.Hættulegt að blanda þessu við áfengi Sigga Dögg bendir á að það geti reynst varasamt að taka stinningarlyf ofan í áfengi. „Svo eru einhverjir kannski að blanda áfenginu sínu í orkudrykki og þá verður þetta mjög varhugavert.“ Þekktar aukaverkanir við notkun á Viagra eru höfuðverkur, meltingatruflanir, nefstífla, yfirlið, hjarsláttatruflanir, langvarandi stinning og fleira. Aukaverkanirnar tengjast stærð skammtsins sem er tekinn. Sigga Dögg setur spurningamerki við þessar hugmyndir að taka stinningarlyf til þess að geta sofið hjá eftir að hafa farið út á lífið. „Kynlíf á ekki að snúast um að endast lengi. Það er ekki hollt að koma heim af djamminu og þurfa að taka pillur til að ná honum upp. Þá eru engar forsendur til samræðis.“ Sigga Dögg fjallar nánar um þetta í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira