„Við biðjum fyrir innbrotsþjófunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2014 14:30 „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim,“ segir Einar Friðjónsson. „Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira