„Við héldum að við myndum deyja“ Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 09:45 Þetta er bíllinn sem ferðamennirnir voru á. mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
„Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira