„Við héldum að við myndum deyja“ Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 09:45 Þetta er bíllinn sem ferðamennirnir voru á. mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
„Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira