„Viljum gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið“ Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 11:09 Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Mynd/Davíð Örn Símonarson „Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“ Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
„Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“
Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00