Innlent

„Virkilega vinalegt og gott fólk“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Konan lést í Stelkshólum í Breiðholti.
Konan lést í Stelkshólum í Breiðholti. vísir/gva
Nágranni hjónanna í Stelkshólum í Breiðholti segir allt hafa verið með kyrrum kjörum á stigaganginum í gærkvöld. Hann talaði við hjónin síðdegis í gær og sagði ekkert benda til þess að harmleikur væri yfirvofandi.

„Þetta er virkilega vinalegt og gott fólk,“ segir Jacques Warren Loxton, nágranni hjónanna. „Þau voru síbrosandi og virkilega góð við hvort annað,“ bætir hann við.

Eins og greint hefur verið frá er 28 ára karlmaður í haldi lögreglu, grunaður um að hafa orðið 26 ára eiginkonu sinni að bana. Talið er að hann hafi þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún lést. Börn þeirra, tveggja og fimm ára, voru á heimilinu þegar atvikið átti sér stað. Þau eru nú í umsjá barnaverndaryfirvalda. 

Jacques var ekki á heimili sínu þegar lögreglu bar að garði í nótt. Hann segir að erfitt hafi reynst að heyra tíðindin frá nágrönnum sínum. „Þetta var áfall, þá sérstaklega þegar maður hugsar til yndislegra barna þeirra.“

Yfirheyrslur yfir hinum grunaða standa nú yfir og lögð verður fram krafa um gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna síðar í dag.


Tengdar fréttir

Talinn hafa kyrkt konuna

Börn hjónanna, tveggja og fimm ára voru á heimilinu, en þeim hefur verið komið í viðeigandi umönnun hjá barnaverndaryfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×