"Volaða land“ Sverrir Hermannsson skrifar 2. október 2011 17:34 Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrirsögn þessa greinarstúfs. Það hefir að vísu hent fleiri að hreyta illyrðum þegar á móti blæs. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem um áratuga skeið hafði lagt þjóðinni lífsreglurnar, lýsti þjóðfélagið ógeðslegt í yfirheyrslum Rannsóknarnefndar Alþingis. Sem vonlegt var þótti honum of margt hafa úrskeiðis gengið við hið mikla hrun síðla árs 2008, og má ýmislegt nefna, sem til þess dró. Við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar frá formennsku í Framsóknarflokknum uppgötvaði ritstjórinn og blað hans hver væri grænstur fyrir þann flokk. Það væri Finnur Ingólfsson, sem hefði sýnt og sannað ágæti sitt í stjórnmálum og öðrum umsvifum í þjóðfélaginu. Dró Morgunblaðið ekkert af sér; birti hálfsíðu mynd af kappanum; langt viðtal og jós hann maklegu lofi fyrir vasklega framgöngu í skrautlegu lífshlaupi. Voru þó fæst frægðarverkin til tínd í blaðinu. Af nógu var þó að taka. Finnur hafði reynzt fylginn sér við einkavæðingu bankanna og kom sér og sínum þar vel fyrir. Sýndi sig þar fórnarlund hans í þágu þáverandi stjórnarflokka. Myndi sú skipan mála fleyta þeim gegnum brim og boða fjármála um ófyrirsjáanlega framtíð. Sjálfur tók Finnur að sér, ásamt nánum sálufélögum, að losa Landsbankann við hálfan hlut í Vátryggingarfélaginu, til "rimelige priser", með aðstoð að vísu bankaráðs bankans undir forystu Helga horska og varaformannsins Kjartans Gunnarssonar, og ávaxtaði þann greiða svo rösklega að hann gaf af sér 25 milljarða króna innan þriggja ára. Þá hafði Finnur forgöngu um að bjarga 30 milljarða króna óreiðufé hinna framliðnu Samvinnutrygginga frá því að verða veðri og vindum að bráð. Auðvitað hafði Finnur margt lært af Halldóri Ásgrímssyni. Um Halldór sagði Illugi Gunnarsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. júní 2006: "Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður." Til dæmis lærði Finnur af Halldóri aðferð í fjármálum sem 111 útrásarvíkingar eru taldir hafa haft að fyrirmynd, að stofna félag án allrar ábyrgðar, nota síðan aðstöðu sína til að afla því félagi ómældra fjárfúlga og vísa síðan skuldheimtumönnum, í flestum tilfellum bönkum, á eigna- og ábyrgðarlaust félagið. Þannig stofnaði fyrirtæki Halldórs á Höfn í Hornafirði félagið "Mónu" sem eignuð voru tvö ónýt skipsræksni. Síðan slógu áhrifamenn Landsbankann um milljarða króna, keyptu svo fiskveiðiheimildir fyrir féð á því verði sem upp var sett. Mátti svo Landsbankinn afskrifa milljarða króna þegar þar að kom að lán féllu í gjalddaga. Þessa snilld notfærði Finnur sér, stofnaði félag án ábyrgðar eða eigna, sló bankann um fé og lét félagið að því búnu greiða sér arð kr. 388 milljónir. Svo hirti bankinn félagið. Um þessi heilindi og framsækni í fjármálum var Morgunblaðinu og ritstjóra þess fullkunnugt, enda brauzt það um á hæl og hnakka að Finnur yrði kosinn formaður hins skilningsríka samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins. En menn skildu ekki sinn vitjunartíma. Því fór sem fór að allt fór yfirum. Er furða að áhrifamönnum verði bumbult og kalli slíka skynvillinga ógeðslega. Og volaða landið hans séra Matthíasar gekk aftur: Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Einhverju sinni er illa lá á séra Matthíasi orti hann ljóð, þar sem hann bar fósturjörð sinni ófagra söguna. Kvæðið hófst á fyrirsögn þessa greinarstúfs. Það hefir að vísu hent fleiri að hreyta illyrðum þegar á móti blæs. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem um áratuga skeið hafði lagt þjóðinni lífsreglurnar, lýsti þjóðfélagið ógeðslegt í yfirheyrslum Rannsóknarnefndar Alþingis. Sem vonlegt var þótti honum of margt hafa úrskeiðis gengið við hið mikla hrun síðla árs 2008, og má ýmislegt nefna, sem til þess dró. Við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar frá formennsku í Framsóknarflokknum uppgötvaði ritstjórinn og blað hans hver væri grænstur fyrir þann flokk. Það væri Finnur Ingólfsson, sem hefði sýnt og sannað ágæti sitt í stjórnmálum og öðrum umsvifum í þjóðfélaginu. Dró Morgunblaðið ekkert af sér; birti hálfsíðu mynd af kappanum; langt viðtal og jós hann maklegu lofi fyrir vasklega framgöngu í skrautlegu lífshlaupi. Voru þó fæst frægðarverkin til tínd í blaðinu. Af nógu var þó að taka. Finnur hafði reynzt fylginn sér við einkavæðingu bankanna og kom sér og sínum þar vel fyrir. Sýndi sig þar fórnarlund hans í þágu þáverandi stjórnarflokka. Myndi sú skipan mála fleyta þeim gegnum brim og boða fjármála um ófyrirsjáanlega framtíð. Sjálfur tók Finnur að sér, ásamt nánum sálufélögum, að losa Landsbankann við hálfan hlut í Vátryggingarfélaginu, til "rimelige priser", með aðstoð að vísu bankaráðs bankans undir forystu Helga horska og varaformannsins Kjartans Gunnarssonar, og ávaxtaði þann greiða svo rösklega að hann gaf af sér 25 milljarða króna innan þriggja ára. Þá hafði Finnur forgöngu um að bjarga 30 milljarða króna óreiðufé hinna framliðnu Samvinnutrygginga frá því að verða veðri og vindum að bráð. Auðvitað hafði Finnur margt lært af Halldóri Ásgrímssyni. Um Halldór sagði Illugi Gunnarsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu sunnudaginn 18. júní 2006: "Halldór er búinn þeim eiginleikum að þeir sem kynnast honum skynja að þar fer óvenju vandaður og heill maður." Til dæmis lærði Finnur af Halldóri aðferð í fjármálum sem 111 útrásarvíkingar eru taldir hafa haft að fyrirmynd, að stofna félag án allrar ábyrgðar, nota síðan aðstöðu sína til að afla því félagi ómældra fjárfúlga og vísa síðan skuldheimtumönnum, í flestum tilfellum bönkum, á eigna- og ábyrgðarlaust félagið. Þannig stofnaði fyrirtæki Halldórs á Höfn í Hornafirði félagið "Mónu" sem eignuð voru tvö ónýt skipsræksni. Síðan slógu áhrifamenn Landsbankann um milljarða króna, keyptu svo fiskveiðiheimildir fyrir féð á því verði sem upp var sett. Mátti svo Landsbankinn afskrifa milljarða króna þegar þar að kom að lán féllu í gjalddaga. Þessa snilld notfærði Finnur sér, stofnaði félag án ábyrgðar eða eigna, sló bankann um fé og lét félagið að því búnu greiða sér arð kr. 388 milljónir. Svo hirti bankinn félagið. Um þessi heilindi og framsækni í fjármálum var Morgunblaðinu og ritstjóra þess fullkunnugt, enda brauzt það um á hæl og hnakka að Finnur yrði kosinn formaður hins skilningsríka samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins. En menn skildu ekki sinn vitjunartíma. Því fór sem fór að allt fór yfirum. Er furða að áhrifamönnum verði bumbult og kalli slíka skynvillinga ógeðslega. Og volaða landið hans séra Matthíasar gekk aftur: Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar