„Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Hjörtur Hjartarson skrifar 5. september 2014 19:45 Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“ Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“
Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43