Viðskipti innlent

100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bankarnir þrír.
Bankarnir þrír.
Arion banki greiddi rúmlega hundrað lykilstarfsmönnum bankans um 380 milljónir króna í kaupauka á síðasta ári. 60 prósent upphæðarinnar hefur verið greiddur en afgangurinn verður greiddur út á næstu árum. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans en Kjarninn greinir frá. Greiðslur vegna kaupauka árið 2012 námu 78 milljónum króna.

Íslandsbanki gjaldfærði 271 milljón króna vegna kaupauka til sinna starfsmanna árið 2013 en 68 milljónir árið 2012. Um fjórföldun á milli ára er að ræða. Landsbankinn, sem ólíkt hinum bönkunum tveimur er ríkisbanki, verðlaunaði sína starfsmenn með tæplega eitt prósent hlut í bankanum í formi kaupauka.

Uppfært klukkan 13:40

Upphaflega stóð í fréttinni að starfsmenn Arion banka skiptu með sér tæpum hálfum milljarði króna. Hið rétta er að upphæðin er nær 380 milljónum króna að sögn Haralds Guðna Eiðassonar, upplýsingafulltrúa Arion banka. Af þeim 494 milljónir króna sem bankinn greiddi í kaupauka fara rúmar hundrað milljónir króna í gjöld sem bankinn þarf að greiða. Sú upphæð fer því ekki til umræddra starfsmanna.

Ársskýrslur bankanna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×