Erlent

11 ára börn horfa reglulega á klám

Rannsóknin leiddi í ljós að börn frá 11 ára aldri horfa reglulega á klám.
Rannsóknin leiddi í ljós að börn frá 11 ára aldri horfa reglulega á klám. mynd/AFP
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til að kynna að börn fræðast í æ meira mæli um kynlíf með því að horfa á klám. Félagsráðgjafar í Bretlandi segja mikinn skort vera á kynfræðslu í landinu.

Rannsóknin leiddi í ljós að börn frá 11 ára aldri horfa reglulega á klám.

Stjórnendur rannsóknarinnar segja ungt fólk snúa sér til kláms þegar kynfræðslu er ábótavant. Talið er að kennarar í grunnskólum fjalli aðeins um neikvæðar hliðar kynlífs og að það fái börnin til að framkvæma sínar eigin rannsóknir á internetinu.

Mary Clegg, stjórnarformaður samtaka kynfræðslukennara á Bretlandi, sagði að nú þyrfti að uppfæra kennsluaðferðir. Hún segir það vera fullkomlega eðlilegt að börn skoði klámfengið efni á internetinu og bendir á að ungt fólk sé bæði forvitið og yfirfullt af hormónum.

Rannsóknin sýndi einnig að mikið af ungi fólki telur kynlífsathafnir í klámi vera eðlilegar.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig fram á mikill fjöldi ungs fólk telur kynlífsathafnir í klámmyndum vera eðlilega birtingarmynd kynlífs. Í rannsókninni kemur fram að um 88% af klámsenum sýna ofbeldisfulla hegðun í garð kvenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×