Innlent

161 milljón safnaðist á Degi rauða nefsins

BBI skrifar
Allt í allt söfnuðust 161 milljón króna á Degi rauða nefsins í maraþon söfnunarþætti á Stöð 2 í kvöld. Auk þess skráðu 1533 nýir heimsforeldrar sig til leiks og þar með eru 21.916 heimsforeldrar á Íslandi í heildina.

„Við erum rosalega ánægð með útkomuna,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi hópur sé að gerast heimsforeldrar og bætast þannig í þetta öfluga net sem er hér á landi.“

Auk þess að bjóða fólki að gerast heimsforeldrar var annars konar söfnun í gangi í kvöld, meðal annars sala á rauðum nefjum, símaleikur og fleira í þeim dúr. Þegar allt er tekið saman söfnuðust 161 milljón króna.

„Fólk er enn að hringja inn. Það er ekki búið að loka og fólk getur enn skráð sig. Það verður hægt að skrá sig sem heimsforeldri næstu daga,“ segir Stefán og er himinlifandi með árangur kvöldsins.

En þó kvöldið hafi gengið vel féllu engin met því til að mynda söfnuðust 173 milljónir á Degi rauða nefsins árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×