17 dagar í frumsýningu La La Land á Íslandi en íhuga að forsýna hana vegna mikillar velgengni Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 10:18 Ryan Gosling og Emma Stone í La La Land. Kvikmyndin La La Land, sem hreppti sjö Golden Globe verðlaun síðastliðinn sunnudag og er tilnefnd til ellefu BAFTA-verðlauna, verður ekki frumsýnd hér á landi fyrr en 27. janúar. Framkvæmdastjóri hjá Samfilm, sem sér um dreifingarhluta Sambíóanna, segir hins vegar líkur á því að hún verði forsýnd fyrir þann dag, enda er eftirspurnin eftir að sjá hana orðin gífurleg í ljósi velgengni hennar á verðlaunahátíðum. Myndin var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 31. ágúst síðastliðinn og var síðan sýnd á tæplega tuttugu kvikmyndahátíðum í haust. Hún var sýnd í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum í upphafi desember mánaðar en var ekki tekin til almennra sýninga þar í landi fyrr en á jóladag.Bjuggust við hita í kringum Óskarsverðlaunatilnefningar Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að ástæðan fyrir því að myndin verður tekin svo seint til sýninga hér á landi sé séu að stutt er síðan hún var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum og þá höfðu mörg Evrópulönd miðað við að frumsýna myndina í kringum Óskarsverðlaunatilnefningarnar sem verða kunngjörðar 24. janúar næstkomandi. „Það er nokkuð ljóst að eftir sigurför síðustu helgar er mjög líklegt að það verðar forsýningar haldnar á henni fyrir 27. janúar í Sambíóunum. Það á eftir að útfæra það og ekki ótrúlegt að það verði sýningar á henni í næstu viku,“ segir Þorvaldur og bætir við að það verði vel auglýst þegar að því kemur. Hann segir þessa mynd vera algjöran gullmola. „Þetta er konfekt fyrir augu og eyru. Það er svo gaman að sjá eitthvað nýtt og aðeins öðruvísi,“ segir Þorvaldur.Ryan Gosling, Damien Chazelle og Emma Stone.Vísir/EPaFékk hugmyndina þegar kvikmyndagerð var fjarlægur draumur Leikstjóri myndarinnar er hinn 31. árs gamli Damien Chazelle sem á að baki myndina Whiplash frá árinu 2014 sem vann til þriggja Óskarsverðlauna. J.K. Simons var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, Tim Cross fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndaklippinguna og þá hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir hljóðblöndun. Hún var einnig tilnefnd sem besta myndin og þá var Chazelle tilnefndur fyrir besta handritið. Myndin segir frá ungum trommuleikara sem hefur nám í afar metnaðarfullum tónlistarskóla þar sem hann vonast til að verða einn af þeim bestu. Kennarinn hans er hins vegar afar harður og gengur lengra en góðu hófi gegni til að ná fram því besta úr nemendum sínum. Chazelle átti sér einmitt drauma sjálfur um að verða djasstrommuleikar. Chazelle hefur greint frá því að hann hafi verið með afara kröfuharðan kennara sem sé fyrirmyndin að kennaranum sem J.K. Simmons lék í Whiplash. Chazelle hefur sjálfur sagt að hann vissi alltaf að hann hefði ekki hæfileika til að verða frábær trommari og fór því í kvikmyndagerð. Hann skrifaði handritið að La La Land árið 2010 þegar kvikmnyndagerð virtist fjarlægur draumur í huga hans. Hugmyndin að baki myndarinnar var að gera gamaldags söngvamynd en ólík þessum gömlu myndum að því leitinu til að í henni er blákaldur raunveruleiki þar sem hlutir ganga ekki endilega alltaf upp. Nú hefur hann hlotið tvenn verðlaun á Golden Globe-hátíðinni fyrir La La Land, besti leikstjórinn og besta handritið, og er sagður á góðri leið með að hreppa hin eftirsóttu Óskarsverðlaun. Tónlistin er afar fyrirferðarmikil í La La Land en höfundur hennar er Justin Hurwitz, bekkjarfélagi Chazelle úr Harvard, sem vann einnig með honum í Whiplash.Aðalleikararnir einnig atkvæðamiklir Aðalleikarar myndarinnar, Ryan Gosling og Emma Stone, hlutu bæði verðlaun á Golden Globe fyrir hlutverk sín í La La Land og eru bæði tilnefnd fyrir leik sinn á BAFTA og sögð líkleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð. La La Land segir fra djasspíanóleikara, leikinn af Ryan Gosling, sem verður ástfanginn af efnilegri leikkonu, leikin af Emmu Stone, í Los Angeles. Þau áttu bæði draum um að ná langt í sínu fagi sem hefur þó ekki gengið eftir þegar áhorfendur fá að kynnast þeim. Hún sér fyrir sér með því að afhenda kvikmyndastjörnum Latté-bolla á milli þess sem hún reynir fyrir sér í áheyrnarprufum en hann sér fyrir sér með því að spila tónlist á subbulegum börum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bestu kvikmyndir ársins 2016 Þetta eru tíu bestu bíómyndir ársins að mati Tómasar Valgeirssonar, kvikmyndagagnrýnanda Fréttablaðsins. 2. janúar 2017 11:30 Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Jóhann tilnefndur til BAFTA-verðlauna Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina þriðja árið í röð. 10. janúar 2017 09:45 Þakkaði konunum í lífi sínu Ryan Gosling bræddi internetið með hjartnæmri þakkarræðu í nótt. 9. janúar 2017 12:00 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Emma Stone og Ryan Gosling talin gera atlögu að Óskarnum í La La Land Hlaut áhorfendaverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 18. september 2016 19:55 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin La La Land, sem hreppti sjö Golden Globe verðlaun síðastliðinn sunnudag og er tilnefnd til ellefu BAFTA-verðlauna, verður ekki frumsýnd hér á landi fyrr en 27. janúar. Framkvæmdastjóri hjá Samfilm, sem sér um dreifingarhluta Sambíóanna, segir hins vegar líkur á því að hún verði forsýnd fyrir þann dag, enda er eftirspurnin eftir að sjá hana orðin gífurleg í ljósi velgengni hennar á verðlaunahátíðum. Myndin var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 31. ágúst síðastliðinn og var síðan sýnd á tæplega tuttugu kvikmyndahátíðum í haust. Hún var sýnd í völdum kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum í upphafi desember mánaðar en var ekki tekin til almennra sýninga þar í landi fyrr en á jóladag.Bjuggust við hita í kringum Óskarsverðlaunatilnefningar Þorvaldur Árnason, framkvæmdastjóri Samfilm, segir að ástæðan fyrir því að myndin verður tekin svo seint til sýninga hér á landi sé séu að stutt er síðan hún var tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum og þá höfðu mörg Evrópulönd miðað við að frumsýna myndina í kringum Óskarsverðlaunatilnefningarnar sem verða kunngjörðar 24. janúar næstkomandi. „Það er nokkuð ljóst að eftir sigurför síðustu helgar er mjög líklegt að það verðar forsýningar haldnar á henni fyrir 27. janúar í Sambíóunum. Það á eftir að útfæra það og ekki ótrúlegt að það verði sýningar á henni í næstu viku,“ segir Þorvaldur og bætir við að það verði vel auglýst þegar að því kemur. Hann segir þessa mynd vera algjöran gullmola. „Þetta er konfekt fyrir augu og eyru. Það er svo gaman að sjá eitthvað nýtt og aðeins öðruvísi,“ segir Þorvaldur.Ryan Gosling, Damien Chazelle og Emma Stone.Vísir/EPaFékk hugmyndina þegar kvikmyndagerð var fjarlægur draumur Leikstjóri myndarinnar er hinn 31. árs gamli Damien Chazelle sem á að baki myndina Whiplash frá árinu 2014 sem vann til þriggja Óskarsverðlauna. J.K. Simons var valinn besti leikarinn í aukahlutverki, Tim Cross fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndaklippinguna og þá hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir hljóðblöndun. Hún var einnig tilnefnd sem besta myndin og þá var Chazelle tilnefndur fyrir besta handritið. Myndin segir frá ungum trommuleikara sem hefur nám í afar metnaðarfullum tónlistarskóla þar sem hann vonast til að verða einn af þeim bestu. Kennarinn hans er hins vegar afar harður og gengur lengra en góðu hófi gegni til að ná fram því besta úr nemendum sínum. Chazelle átti sér einmitt drauma sjálfur um að verða djasstrommuleikar. Chazelle hefur greint frá því að hann hafi verið með afara kröfuharðan kennara sem sé fyrirmyndin að kennaranum sem J.K. Simmons lék í Whiplash. Chazelle hefur sjálfur sagt að hann vissi alltaf að hann hefði ekki hæfileika til að verða frábær trommari og fór því í kvikmyndagerð. Hann skrifaði handritið að La La Land árið 2010 þegar kvikmnyndagerð virtist fjarlægur draumur í huga hans. Hugmyndin að baki myndarinnar var að gera gamaldags söngvamynd en ólík þessum gömlu myndum að því leitinu til að í henni er blákaldur raunveruleiki þar sem hlutir ganga ekki endilega alltaf upp. Nú hefur hann hlotið tvenn verðlaun á Golden Globe-hátíðinni fyrir La La Land, besti leikstjórinn og besta handritið, og er sagður á góðri leið með að hreppa hin eftirsóttu Óskarsverðlaun. Tónlistin er afar fyrirferðarmikil í La La Land en höfundur hennar er Justin Hurwitz, bekkjarfélagi Chazelle úr Harvard, sem vann einnig með honum í Whiplash.Aðalleikararnir einnig atkvæðamiklir Aðalleikarar myndarinnar, Ryan Gosling og Emma Stone, hlutu bæði verðlaun á Golden Globe fyrir hlutverk sín í La La Land og eru bæði tilnefnd fyrir leik sinn á BAFTA og sögð líkleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð. La La Land segir fra djasspíanóleikara, leikinn af Ryan Gosling, sem verður ástfanginn af efnilegri leikkonu, leikin af Emmu Stone, í Los Angeles. Þau áttu bæði draum um að ná langt í sínu fagi sem hefur þó ekki gengið eftir þegar áhorfendur fá að kynnast þeim. Hún sér fyrir sér með því að afhenda kvikmyndastjörnum Latté-bolla á milli þess sem hún reynir fyrir sér í áheyrnarprufum en hann sér fyrir sér með því að spila tónlist á subbulegum börum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bestu kvikmyndir ársins 2016 Þetta eru tíu bestu bíómyndir ársins að mati Tómasar Valgeirssonar, kvikmyndagagnrýnanda Fréttablaðsins. 2. janúar 2017 11:30 Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Jóhann tilnefndur til BAFTA-verðlauna Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina þriðja árið í röð. 10. janúar 2017 09:45 Þakkaði konunum í lífi sínu Ryan Gosling bræddi internetið með hjartnæmri þakkarræðu í nótt. 9. janúar 2017 12:00 La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04 Emma Stone og Ryan Gosling talin gera atlögu að Óskarnum í La La Land Hlaut áhorfendaverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 18. september 2016 19:55 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bestu kvikmyndir ársins 2016 Þetta eru tíu bestu bíómyndir ársins að mati Tómasar Valgeirssonar, kvikmyndagagnrýnanda Fréttablaðsins. 2. janúar 2017 11:30
Jóhann tilnefndur til BAFTA-verðlauna Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina þriðja árið í röð. 10. janúar 2017 09:45
Þakkaði konunum í lífi sínu Ryan Gosling bræddi internetið með hjartnæmri þakkarræðu í nótt. 9. janúar 2017 12:00
La La Land fékk sjö verðlaun og sló met Enginn fengið fleiri verðlaun á einu bretti á Golden Globes hátíðinni en söngleikjamyndin La La Land. 9. janúar 2017 08:04
Emma Stone og Ryan Gosling talin gera atlögu að Óskarnum í La La Land Hlaut áhorfendaverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 18. september 2016 19:55